Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 13:03 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg kveikti formlega á nýja kerfinu í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sundlaugar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sundlaugar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira