Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks Atli Arason skrifar 3. apríl 2022 09:30 Kevin Durant gerði 55 stig er Brooklyn Nets tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt. Al Bello/Getty Images Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks. Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira
Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira