Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 20:04 Nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent. Um 150 manns sóttu í vikunni tveggja daga ráðstefnu Skógræktarinnar, sem bar yfirskriftina „Skógrækt 2030 – Ábyrg framtíð“ og var haldin á Hótel Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt og farið í skoðunarferð á Laugarvatn. Frétt þingsins er þó þessi. „Já, það eru tíðindi, við erum núna komin upp fyrir tvö prósent af landinu, sem er þá vaxið af skógi og kjarri en var áður í kringum eitt prósent, þannig að það margt að gerast. Þetta er stór frétt, það er alltaf áfangi þegar maður kemst yfir eitt prósent í viðbót,“ segir Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá. En hverju þakkar Arnór þessa aukningu? „Það er auðvitað þessi aukna skógrækt, sem hefur verið í gangi á Íslandi. Við vorum með eitthvað um sjö þúsund hektara af ræktuðum skógi á Íslandi 1990 en þeir eru orðnir núna fjörutíu og fimm þúsund. Þetta er bara það mikla skógræktarátak, sem hefur farið fram í landinu.“ Mjög góð þátttaka var á ráðstefnu Skógræktarinnar á Hótel Geysi í Haukadal í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnþór segir líka að náttúrulegu birkiskógarnir séu að bæta við sig og að það séu ný tíðindi því fram að því hafa þeir verið að gefa heldur eftir alveg frá landnámi. Arnór segir mikla ánægju með hvað skógrækt gengur vel á Íslandi og hvað það er mikill áhugi á ræktuninni út um allt land. „Já, við erum mjög ánægðir og við viljum auðvitað halda áfram. Það er bara að rækta meiri skóg, það er mottóið,“ segir hann kampakátur. Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Um 150 manns sóttu í vikunni tveggja daga ráðstefnu Skógræktarinnar, sem bar yfirskriftina „Skógrækt 2030 – Ábyrg framtíð“ og var haldin á Hótel Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt og farið í skoðunarferð á Laugarvatn. Frétt þingsins er þó þessi. „Já, það eru tíðindi, við erum núna komin upp fyrir tvö prósent af landinu, sem er þá vaxið af skógi og kjarri en var áður í kringum eitt prósent, þannig að það margt að gerast. Þetta er stór frétt, það er alltaf áfangi þegar maður kemst yfir eitt prósent í viðbót,“ segir Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá. En hverju þakkar Arnór þessa aukningu? „Það er auðvitað þessi aukna skógrækt, sem hefur verið í gangi á Íslandi. Við vorum með eitthvað um sjö þúsund hektara af ræktuðum skógi á Íslandi 1990 en þeir eru orðnir núna fjörutíu og fimm þúsund. Þetta er bara það mikla skógræktarátak, sem hefur farið fram í landinu.“ Mjög góð þátttaka var á ráðstefnu Skógræktarinnar á Hótel Geysi í Haukadal í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnþór segir líka að náttúrulegu birkiskógarnir séu að bæta við sig og að það séu ný tíðindi því fram að því hafa þeir verið að gefa heldur eftir alveg frá landnámi. Arnór segir mikla ánægju með hvað skógrækt gengur vel á Íslandi og hvað það er mikill áhugi á ræktuninni út um allt land. „Já, við erum mjög ánægðir og við viljum auðvitað halda áfram. Það er bara að rækta meiri skóg, það er mottóið,“ segir hann kampakátur. Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira