Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 9. desember síðastliðinn en í úrskurði héraðsdóms segir að hann sé líklegur til að halda uppteknum hætti ef hann losnar úr gæsluvarðhaldi áður en máli hans er lokið.
Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir að fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær. Þann 29. mars gaf saksóknari út aðra ákæru vegna gruns um sambærileg brot gegn tíu stúlkum til viðbóta. Þá er hann ákærður fyrir vörslur á barnaníðsefni.
Þetta gerði maðurinn á samfélagsmiðlinum Snapchat og hefur fengið viðurnefnið „Snapchat-perrinn“ í fjölmiðlum.