„Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2022 08:02 KA-menn fagna sigri á Selfossi og sæti í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson tók KA fyrir í nýjasta Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Gaupi ræddi þá við Heimi Örn Árnason sem hefur spilað fyrir KA, þjálfað KA sem og stjórnað málunum utan vallar hjá KA í gegnum tíðina. „Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira