Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Húsið var rifið upp í heild sinni í fyrrinótt. Aðsend/Grétar Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira
Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar
Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira