Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 19:32 Paula Januszkiewicz stofnandi og forstjóri COURE. Syndis Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton. Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton.
Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18
„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47