Sólirnar unnu Curry-lausa Stríðsmenn í hörkuleik | Luka og LaMelo léku listir sínar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 07:31 Chris Paul steig upp þegar mest á reyndi. Ezra Shaw/Getty Images Það var vægast sagt nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Alls fóru 11 leikir fram. Besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, vann nauman sigur á Stephen Curry-lausu liði Golden State Warriors, LaMelo Ball var í stuði er Charlotte Hornets vann New York Knicks og Luka Dončić heldur áfram að heilla með Dallas Mavericks. Sólirnar frá Phoenix heimsóttu Stríðsmennina í Golden State í stórleik næturinnar. Fyrir fram var búist við sigri gestanna enda vantaði skærustu stjörnu heimamanna, Stephen Curry. Úr varð hins vegar hörkuleikur þar sem allt var í járnum frá upphafi til enda. Jordan Poole steig upp í liði Golden State og átti frábæran leik og fékk boltann í hendurnar undir lok leiks þegar heimamenn þurftu þrist til að jafna metin. Eftir að Chris Paul hafði komið gestunum þremur stigum yfir fékk Poole boltann. CP3 drops the floater to secure the win for the @Suns! pic.twitter.com/rIWqjeN7Ja— NBA (@NBA) March 31, 2022 Með fjórar sekúndur eftir á klukkunni ákvað Poole hins vegar að taka skot frá miðju sem rataði ekki ofan í, heimamenn brutu og Sólirnar kláruðu leikinn á vítalínunni, lokatölur 103-107. Jordan Poole launched from halfcourt with four seconds left Suns win. pic.twitter.com/AhBefW7DFr— ESPN (@espn) March 31, 2022 Poole endaði leikinn með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Var þetta fimmtándi leikur hans í röð með 20 stig eða meira. Hjá gestunum voru Devin Booker og Mikal Bridges stigahæstir með 22 stig hvor. Þar á eftir kom Deandre Ayton með 16 stig og jafn mörg fráköst. LaMelo Ball fór hamförum er Geitungarnir frá Charlotte unnu heillum horfið lið New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Heimamenn gerðu sitt besta en það dugði ekki til gegn spræku liði Charlotte, lokatölur 114-125. LaMelo Ball dimed out a career high 15 assists in NYC to orchestrate the @hornets to the win! #AllFly@MELOD1P: 20 PTS, 5 REB, 15 AST, 3 STL pic.twitter.com/E0ZmLRF5DW— NBA (@NBA) March 31, 2022 LaMelo var reyndar ekki stigahæstur í liði gestanna en hann skoraði „aðeins“ 20 stig á meðan Miles Bridges setti niður 31 og Kelly Oubre Junior skoraði 21 stig. LaMelo gaf hins vegar 15 stoðsendingar í leiknum, eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður. Hjá Knicks var Evan Fournier stigahæstur með 30 stig og þar á eftir kom RJ Barrett með 25 stig. Cleveland Cavaliers tók á móti Dallas Mavericks í hörkuleik. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Cleveland leiddi í hálfleik til þess eins að hrynja í 3. leikhluta þar sem Luka og félagar fóru á kostum. Á endanum fór það svo að gestirnir frá Dallas unnu með átta stiga mun, lokatölur 112-120. Caris LeVert skoraði 32 stig í liði heimamanna og Darius Garlandi var með 25 stig ásamt 10 stoðsendingum. Í liði Dallas var Luka með 35 stig og 13 stoðsendingar á meðan Dorian Finney-Smith skoraði 28 stig. Luka had the magic on display in the @dallasmavs win, dropping 23 points in the second-half to erase their halftime deficit! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 9 REB, 13 AST, 2 BLK pic.twitter.com/Wzns2JGk3z— NBA (@NBA) March 31, 2022 Í öðrum leikjum þá vann Miami Heat frábæran endurkomu sigur á Boston Celtics þökk sé frábærum 4. leikhluta, lokatölur í Boston 98-106. Jaylen Brown stigahæstur í liði heimamanna með 28 stig á meðan Jimmy Butler skoraði 24 fyrir Heat. Memphis Grizzlies unnu nauman eins stigs sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 112-111. Dejounte Murray var að venju allt í öllu hjá Spurs, hann skoraði 33 stig og tók 13 fráköst. Hjá Grizzlies var Tyus Jones stigahæstur með 25 stig. Þá skoraði Trae Young 41 stig í öruggum sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder, lokatölur 136-118 Hawks í vil. 41 PTS, 8 AST, 2 STL, 4 3PM @TheTraeYoung erupted for 41 points in just 3 quarters of play to propel the @ATLHawks to their 3rd straight win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/5JrHr3KgPb— NBA (@NBA) March 31, 2022 Önnur úrslit Portland Trail Blazers 107-117 New Orleans Pelicans Houston Rockets 118-121 Sacramento Kings Washington Wizards 127-110 Orlandi Magic Toronto Raptors 125-102 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 118-125 Denver Nuggets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix heimsóttu Stríðsmennina í Golden State í stórleik næturinnar. Fyrir fram var búist við sigri gestanna enda vantaði skærustu stjörnu heimamanna, Stephen Curry. Úr varð hins vegar hörkuleikur þar sem allt var í járnum frá upphafi til enda. Jordan Poole steig upp í liði Golden State og átti frábæran leik og fékk boltann í hendurnar undir lok leiks þegar heimamenn þurftu þrist til að jafna metin. Eftir að Chris Paul hafði komið gestunum þremur stigum yfir fékk Poole boltann. CP3 drops the floater to secure the win for the @Suns! pic.twitter.com/rIWqjeN7Ja— NBA (@NBA) March 31, 2022 Með fjórar sekúndur eftir á klukkunni ákvað Poole hins vegar að taka skot frá miðju sem rataði ekki ofan í, heimamenn brutu og Sólirnar kláruðu leikinn á vítalínunni, lokatölur 103-107. Jordan Poole launched from halfcourt with four seconds left Suns win. pic.twitter.com/AhBefW7DFr— ESPN (@espn) March 31, 2022 Poole endaði leikinn með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Var þetta fimmtándi leikur hans í röð með 20 stig eða meira. Hjá gestunum voru Devin Booker og Mikal Bridges stigahæstir með 22 stig hvor. Þar á eftir kom Deandre Ayton með 16 stig og jafn mörg fráköst. LaMelo Ball fór hamförum er Geitungarnir frá Charlotte unnu heillum horfið lið New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Heimamenn gerðu sitt besta en það dugði ekki til gegn spræku liði Charlotte, lokatölur 114-125. LaMelo Ball dimed out a career high 15 assists in NYC to orchestrate the @hornets to the win! #AllFly@MELOD1P: 20 PTS, 5 REB, 15 AST, 3 STL pic.twitter.com/E0ZmLRF5DW— NBA (@NBA) March 31, 2022 LaMelo var reyndar ekki stigahæstur í liði gestanna en hann skoraði „aðeins“ 20 stig á meðan Miles Bridges setti niður 31 og Kelly Oubre Junior skoraði 21 stig. LaMelo gaf hins vegar 15 stoðsendingar í leiknum, eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður. Hjá Knicks var Evan Fournier stigahæstur með 30 stig og þar á eftir kom RJ Barrett með 25 stig. Cleveland Cavaliers tók á móti Dallas Mavericks í hörkuleik. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Cleveland leiddi í hálfleik til þess eins að hrynja í 3. leikhluta þar sem Luka og félagar fóru á kostum. Á endanum fór það svo að gestirnir frá Dallas unnu með átta stiga mun, lokatölur 112-120. Caris LeVert skoraði 32 stig í liði heimamanna og Darius Garlandi var með 25 stig ásamt 10 stoðsendingum. Í liði Dallas var Luka með 35 stig og 13 stoðsendingar á meðan Dorian Finney-Smith skoraði 28 stig. Luka had the magic on display in the @dallasmavs win, dropping 23 points in the second-half to erase their halftime deficit! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 9 REB, 13 AST, 2 BLK pic.twitter.com/Wzns2JGk3z— NBA (@NBA) March 31, 2022 Í öðrum leikjum þá vann Miami Heat frábæran endurkomu sigur á Boston Celtics þökk sé frábærum 4. leikhluta, lokatölur í Boston 98-106. Jaylen Brown stigahæstur í liði heimamanna með 28 stig á meðan Jimmy Butler skoraði 24 fyrir Heat. Memphis Grizzlies unnu nauman eins stigs sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 112-111. Dejounte Murray var að venju allt í öllu hjá Spurs, hann skoraði 33 stig og tók 13 fráköst. Hjá Grizzlies var Tyus Jones stigahæstur með 25 stig. Þá skoraði Trae Young 41 stig í öruggum sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder, lokatölur 136-118 Hawks í vil. 41 PTS, 8 AST, 2 STL, 4 3PM @TheTraeYoung erupted for 41 points in just 3 quarters of play to propel the @ATLHawks to their 3rd straight win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/5JrHr3KgPb— NBA (@NBA) March 31, 2022 Önnur úrslit Portland Trail Blazers 107-117 New Orleans Pelicans Houston Rockets 118-121 Sacramento Kings Washington Wizards 127-110 Orlandi Magic Toronto Raptors 125-102 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 118-125 Denver Nuggets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira