Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 10:31 Gústi og Sveppi í lauginni í gær. „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21