Ólafur Ragnar á hrós skilið Ástþór Magnússon skrifar 30. mars 2022 09:00 Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Ólafur Ragnar Grímsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun