Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum: Ein breyting frá seinasta leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon er á sínum stað í íslensku vörninni.
Hörður Björgvin Magnússon er á sínum stað í íslensku vörninni. VÍSIR/VILHELM

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á liðinu frá jafntefli Íslands gegn Finnum á laugardaginn. Íslenska liðið mætir Spánverjum klukkan 18:45.

Aron Elís Þrándarson kemur inn í liðið fyrir Arnór Sigurðsson sem fær sér sæti á bekknum.

Eins og í leiknum gegn Finnum er Rúnar Alex Rúnarsson í markinu og fyrir framan hann eru

Alfons Samspted, Hörður Björgvin Magnússon, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson í fjögurra manna varnarlínu.

Á miðsvæðinu eru þeir Þórir Jó­hann Helga­son, Birk­ir Bjarna­son, Aron Elís Þránd­ar­son, Stefán Teit­ur Þórðar­son og Þórir Jó­hann Helga­son, en Jón Daði Böðvarsson er í fremstu víglínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×