Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Magnús Guðmundsson skrifar 29. mars 2022 08:31 Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Enn er virðingarleysið gagnvart íbúum algert. Óboðnir aðilar komast nú inn með laxeldi án samráðs við heimamenn. Andmælum og spurningum íbúa er ekki svarað fyrr en leyfið er í höfn. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Við þennan yfirgang er ekki búandi. Íbúar Stöðvarfjarðar segja engan vafa leika á lífsgæðarýrnun og lækkun fasteignaverðs. En hverjum er ekki sama um íbúana, bara ef græðgismenn Íslands fá sitt í vasann og Norðmenn frí afnot af auðlindum landsins. Fiskeldi Austurlands (FA) er til húsa á Seltjarnarnesi, seiðaeldi í Þorlákshöfn, laxeldi í Austfjörðum og sláturhús á Djúpavogi. Já vissulega ræður fyrirtækið hvar það hefur aðsetur og slátrar sínum laxi . Á Djúpavogi, gott mál. Fjarðabyggð kallar eftir jafnari tekjuskiptingu af fiskeldi. Já, það á að láta greiða fyrir auðlindina eins og í Noregi. Nú þurfa íbúar Fjarðabyggðar og Múlaþings að standa saman. Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fáum þá að borðinu. Það þarf að breyta núgildandi lögum og innheimta auðlindagjald af öllu fiskeldi hringinn í kringum landið, hvenær sem það fór af stað, punktur. Við sveitarstjórnarfólk á Austurlandi vil ég segja. Standið nú öll í lappirnar og leyfið hverjum stað að blómstra á eigin forsendum. Það eru kosningar í vor, auðurinn og framtíðin býr í fólkinu. Hættum að láta græðgina valta yfir okkur. Varðandi Seyðisfjörð læt ég fylgja mynd af fyrirhuguðu áhrifasvæði fiskeldis í Sörlastaðavík. Heilu línurnar í Sörlastaðavík eru breidd fjarðarins 985 m(0.53 nl) og 1280 m(0.69 nl). Línur dregnar frá bleiku línunni, sem er sæstrengurinn, eru 463 m(0.25 nl). Það er helgunarsvæði strengsins. Kvíasvæðið má ekki vera þar. Skyggða svæðið, er 600 m(0.32 nl) út frá landi við hvorn enda áhrifasvæðisins. Landeigendur eiga 120 m netalagnir út frá landi. Þá eru 480 m eftir fyrir kvíar og akkerisfestingar, en eins og sést á myndinni er þetta langt inni á helgunarsvæði strengsins. Auk þess loka þessir 600 m nánast siglingaleiðinni um fjörðinn. Norðan áhrifasvæðisins eru bara 385 m upp í fjöru. Lítið gagn er í góðri höfn ef siglingaleiðinni er lokað fyrir stórum skipum. Kvíar komast ekki fyrir, hvorki í Sörlastaðavík né Selstaðavík. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða. Það kemur skýrt fram á bls. 18 í skýrslu Skipulagsstofnunar, en þar segir: „kvíarnar í Selstaðavík standast ekki þetta viðmið.“ Skálanes er náttúruparadís með mikið fuglalíf. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta ásamt menningar- og fræðslusetri. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Gleymið þessu. Ég treysti á að talnaglöggt fólk hjá ríkisstofnunum horfi ekki fram hjá öllum þessum staðreyndum. Fyrirsögn á frétt á austurfrett.is frá 17. mars 2022: „Afdrif fiskeldis í Seyðisfirði gæti haft áhrif á uppbyggingu á Djúpavogi“ Sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi. Kynnið ykkur málið frá öllum hliðum jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Við að missa skemmtiferðaskip tapast t.d. hafnargjöld og tekjur við farþegaflutninga í öllu Múlaþingi o.fl. Auk þess sem fiskeldið hefur almennt neikvæð áhrif á alla ferðaþjónustu. Stóra málið er að Seyðisfirði er of þröngur fyrir fiskeldi, því verður ekki breytt. Á Seyðisfjörður virkilega ekki að fá að njóta sín á sínum forsendum? Á slóðinni er sjókort þar sem hægt er að skoða fjörðinn og mæla. Nú spyr ég FA. Er svona mikil þörf fyrir þessi 10.000 tonn, sem sótt er um í Seyðisfirði, að fyrirtækið stendur og fellur með þeim? FA hefur ekki svarað spurningum um fjölda nýrra heilsársstarfa, sem verða til á Seyðisfirði. Treystir fyrirtækið sér ekki til að bera ábyrgð á þeirri tölu? Hvenær verður fóðrun fjarstýrt frá Noregi eða annars staðar frá? Vill FA bera ábyrgð á að hálfloka siglingaleiðinni um Seyðisfjörð? Ætlar FA að bera ábyrgð á að Faricestrengurinn, ein af þremur lífæðum samskipta Íslands við umheiminn, sé settur í hættu? Sjá bls. 28 í skýrslu Skipulagsstofnunar. Þingmenn Norðausturlands. Á bara að þiggja atkvæði og horfa svo í aðra átt? Standið nú með fólkinu í fjórðungnum. Höfnum stríði þegar við getum haft frið. Með friðar- og kærleikskveðju. Magnús Guðmundsson Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Fiskeldi Múlaþing Alþingi Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Enn er virðingarleysið gagnvart íbúum algert. Óboðnir aðilar komast nú inn með laxeldi án samráðs við heimamenn. Andmælum og spurningum íbúa er ekki svarað fyrr en leyfið er í höfn. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Við þennan yfirgang er ekki búandi. Íbúar Stöðvarfjarðar segja engan vafa leika á lífsgæðarýrnun og lækkun fasteignaverðs. En hverjum er ekki sama um íbúana, bara ef græðgismenn Íslands fá sitt í vasann og Norðmenn frí afnot af auðlindum landsins. Fiskeldi Austurlands (FA) er til húsa á Seltjarnarnesi, seiðaeldi í Þorlákshöfn, laxeldi í Austfjörðum og sláturhús á Djúpavogi. Já vissulega ræður fyrirtækið hvar það hefur aðsetur og slátrar sínum laxi . Á Djúpavogi, gott mál. Fjarðabyggð kallar eftir jafnari tekjuskiptingu af fiskeldi. Já, það á að láta greiða fyrir auðlindina eins og í Noregi. Nú þurfa íbúar Fjarðabyggðar og Múlaþings að standa saman. Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fáum þá að borðinu. Það þarf að breyta núgildandi lögum og innheimta auðlindagjald af öllu fiskeldi hringinn í kringum landið, hvenær sem það fór af stað, punktur. Við sveitarstjórnarfólk á Austurlandi vil ég segja. Standið nú öll í lappirnar og leyfið hverjum stað að blómstra á eigin forsendum. Það eru kosningar í vor, auðurinn og framtíðin býr í fólkinu. Hættum að láta græðgina valta yfir okkur. Varðandi Seyðisfjörð læt ég fylgja mynd af fyrirhuguðu áhrifasvæði fiskeldis í Sörlastaðavík. Heilu línurnar í Sörlastaðavík eru breidd fjarðarins 985 m(0.53 nl) og 1280 m(0.69 nl). Línur dregnar frá bleiku línunni, sem er sæstrengurinn, eru 463 m(0.25 nl). Það er helgunarsvæði strengsins. Kvíasvæðið má ekki vera þar. Skyggða svæðið, er 600 m(0.32 nl) út frá landi við hvorn enda áhrifasvæðisins. Landeigendur eiga 120 m netalagnir út frá landi. Þá eru 480 m eftir fyrir kvíar og akkerisfestingar, en eins og sést á myndinni er þetta langt inni á helgunarsvæði strengsins. Auk þess loka þessir 600 m nánast siglingaleiðinni um fjörðinn. Norðan áhrifasvæðisins eru bara 385 m upp í fjöru. Lítið gagn er í góðri höfn ef siglingaleiðinni er lokað fyrir stórum skipum. Kvíar komast ekki fyrir, hvorki í Sörlastaðavík né Selstaðavík. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða. Það kemur skýrt fram á bls. 18 í skýrslu Skipulagsstofnunar, en þar segir: „kvíarnar í Selstaðavík standast ekki þetta viðmið.“ Skálanes er náttúruparadís með mikið fuglalíf. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta ásamt menningar- og fræðslusetri. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Gleymið þessu. Ég treysti á að talnaglöggt fólk hjá ríkisstofnunum horfi ekki fram hjá öllum þessum staðreyndum. Fyrirsögn á frétt á austurfrett.is frá 17. mars 2022: „Afdrif fiskeldis í Seyðisfirði gæti haft áhrif á uppbyggingu á Djúpavogi“ Sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi. Kynnið ykkur málið frá öllum hliðum jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Við að missa skemmtiferðaskip tapast t.d. hafnargjöld og tekjur við farþegaflutninga í öllu Múlaþingi o.fl. Auk þess sem fiskeldið hefur almennt neikvæð áhrif á alla ferðaþjónustu. Stóra málið er að Seyðisfirði er of þröngur fyrir fiskeldi, því verður ekki breytt. Á Seyðisfjörður virkilega ekki að fá að njóta sín á sínum forsendum? Á slóðinni er sjókort þar sem hægt er að skoða fjörðinn og mæla. Nú spyr ég FA. Er svona mikil þörf fyrir þessi 10.000 tonn, sem sótt er um í Seyðisfirði, að fyrirtækið stendur og fellur með þeim? FA hefur ekki svarað spurningum um fjölda nýrra heilsársstarfa, sem verða til á Seyðisfirði. Treystir fyrirtækið sér ekki til að bera ábyrgð á þeirri tölu? Hvenær verður fóðrun fjarstýrt frá Noregi eða annars staðar frá? Vill FA bera ábyrgð á að hálfloka siglingaleiðinni um Seyðisfjörð? Ætlar FA að bera ábyrgð á að Faricestrengurinn, ein af þremur lífæðum samskipta Íslands við umheiminn, sé settur í hættu? Sjá bls. 28 í skýrslu Skipulagsstofnunar. Þingmenn Norðausturlands. Á bara að þiggja atkvæði og horfa svo í aðra átt? Standið nú með fólkinu í fjórðungnum. Höfnum stríði þegar við getum haft frið. Með friðar- og kærleikskveðju. Magnús Guðmundsson Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun