Fiskeldi í Seyðisfirði – töfralausn eða tímaskekkja? Elvar Snær Kristjánsson skrifar 28. mars 2022 20:00 Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt. Það hefur farið í gegnum a.m.k. þrjár bæjar/sveitarstjórnir til umsagnar. Fjörðurinn hefur verið rannsakaður og metinn af þar til gerðum stofnunum og sérfræðingum. Burðarþolsmat fjarðarins var metið 10.000 tonn af frjóum laxi, þ.e. fjörðurinn var talinn geta borið 10.000 af laxi í sjókvíum miðað við dýpi, strauma, hitastig o.fl. og svæðin undir kvíum talin geta hreinsað sig eftir hvíld í a.m.k. þrjá mánuði. Eftir hættumat var burðarþoli breytt í 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þetta var gert til að minnka líkur á erfðablöndun verði slysasleppingar. Skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélaginu Ég held að við getum flest öll verið sammála um að skipulagsvald og þar með talið leyfisveitingar ættu að liggja hjá sveitarfélaginu sem það er ekki í dag. Tekjur af kvíum ættu að renna til þess sveitafélags sem þær eru í. Ég held líka að við getum verið sammála um að koma fiskeldis færa störf í bæinn þó svo að við vitum kannski ekki nákvæmlega hversu mörg né um öll afleiddu áhrifin, jákvæð sem neikvæð. Aukin umsvif fiskeldis setur kröfu um stækkun flugvallarins á Egilsstöðum þar sem stórar flutningsflugvélar þurfa lengri braut til að geta tekið á loft. Stækkun flugvallarins eykur möguleika á beinu utanlands flugi. Það kemur sér vel fyrir íbúa Austurlands auk þess sem vænta má fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir ferðamannaiðnaðinn í fjórðungnum. Bæði neikvæð og jákvæð áhrif En er fiskeldi bara svona frábært? Að mínu mati er fiskeldi enginn töfralausn fyrir Seyðfirðinga. Það er ekki töfralausn þegar kemur að því að auka við fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum en það er vissulega kærkomin viðbót og bætir við möguleika fólks. Mögulega eru ófyrirséð neikvæð afleidd áhrif líkt og það eru mögulega ófyrirséð afleidd jákvæð áhrif. Fiskeldi hefur sínar neikvæðu hliðar og ég tel að það hafi haft sitt að segja á sínum tíma þegar ákveðið var að gefa heimafólki ekki skipulagsvaldið þegar kemur að fiskeldi í sjó. Það þarf að hafa vit fyrir okkur. Við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu...eða hvað? Ef það hefur verið tilfellið þegar lög um fiskeldi voru samþykkt að kjörnum fulltrúm hafi ekki verið treyst til að taka slíkar ákvarðanir sökum þess að almannahagur sé í húfi er ég því ósammála. Þrátt fyrir að umræðan að undaförnu hefur oft á tíðum verið óvægin, ómálefnaleg, dónaleg og jafnvel haft í hótunum tel ég að kjörnir fulltrúar sveitafélagsins eigi að hafa lokaorðið þegar kemur að ákvörðun um fiskeldi í sjó. Sveitarfélög eiga að hafa heimild til að innheimta gjöld fyrir kvíar þar sem þær eru staðsettar líkt og gjöld vegna slátrunar sem skila sér til þess sveitarfélags sem slátrunin fer fram. Þó svo að mín skoðun sé að sveitastjórn eigi að sjá um leyfisveitingar fiskeldis er sjálfsagt að kanna hug íbúa sé það gert á faglegan hátt. Það þarf að kynna kosti og galla eftir bestu getu og könnunin á að vera leynileg þar sem hver og einn getur svarað slíkri könnum á netinu heima hjá sér. Fiskeldi skiptir ekki sköpum en er góð viðbót og skapar tækifæri Ég er ekki viss um að fiskeldi muni skipta Seyðfirðinga eða Múlaþing sköpum og ég held að flestir séu sammála um að sjókvíar séu ekkert augnakonfekt en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að fiskeldi sé ekki eins hræðilegt og sumir vilja vera láta og samkvæmt sérfræðingum hefur það ekki skaðleg áhrif til langs tíma og er öll framkvæmdin afturkræf. Undanfarin ár eða jafnvel áratug hefur fátt breyst til að auka fjölbreytni atvinnulífsins á Seyðisfirði og þegar hriktir í stoðum þess eins og gerði hér í kjölfar skriðanna 2020 höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti þeim sem eru reiðubúnir til að taka þá áhættu sem fylgir slíkri atvinnuuppbyggingu. Niðurstaða mín er því sú að fiskeldi í Seyðisfirði er hvorki töfralausn né tímaskekkja heldur tækifæri sem skynsamlegt er að skoða nánar og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Hvaða atvinnumöguleikar eru í boði fyrir íbúa og aðra sem sjá tækifæri til að setjast að í sveitarfélaginu? Hvaða tekjumöguleikar eru í boði fyrir sveitarfélagið? Hvaða samlegðarmöguleikar eru í boði fyrir önnur fyrirtæki? Hvaða ónýttu nýsköpunarmöguleikar eru til staðar? Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að koma auga á þau og nýta sér þau. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi og íbúi á Seyðisfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt. Það hefur farið í gegnum a.m.k. þrjár bæjar/sveitarstjórnir til umsagnar. Fjörðurinn hefur verið rannsakaður og metinn af þar til gerðum stofnunum og sérfræðingum. Burðarþolsmat fjarðarins var metið 10.000 tonn af frjóum laxi, þ.e. fjörðurinn var talinn geta borið 10.000 af laxi í sjókvíum miðað við dýpi, strauma, hitastig o.fl. og svæðin undir kvíum talin geta hreinsað sig eftir hvíld í a.m.k. þrjá mánuði. Eftir hættumat var burðarþoli breytt í 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þetta var gert til að minnka líkur á erfðablöndun verði slysasleppingar. Skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélaginu Ég held að við getum flest öll verið sammála um að skipulagsvald og þar með talið leyfisveitingar ættu að liggja hjá sveitarfélaginu sem það er ekki í dag. Tekjur af kvíum ættu að renna til þess sveitafélags sem þær eru í. Ég held líka að við getum verið sammála um að koma fiskeldis færa störf í bæinn þó svo að við vitum kannski ekki nákvæmlega hversu mörg né um öll afleiddu áhrifin, jákvæð sem neikvæð. Aukin umsvif fiskeldis setur kröfu um stækkun flugvallarins á Egilsstöðum þar sem stórar flutningsflugvélar þurfa lengri braut til að geta tekið á loft. Stækkun flugvallarins eykur möguleika á beinu utanlands flugi. Það kemur sér vel fyrir íbúa Austurlands auk þess sem vænta má fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir ferðamannaiðnaðinn í fjórðungnum. Bæði neikvæð og jákvæð áhrif En er fiskeldi bara svona frábært? Að mínu mati er fiskeldi enginn töfralausn fyrir Seyðfirðinga. Það er ekki töfralausn þegar kemur að því að auka við fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum en það er vissulega kærkomin viðbót og bætir við möguleika fólks. Mögulega eru ófyrirséð neikvæð afleidd áhrif líkt og það eru mögulega ófyrirséð afleidd jákvæð áhrif. Fiskeldi hefur sínar neikvæðu hliðar og ég tel að það hafi haft sitt að segja á sínum tíma þegar ákveðið var að gefa heimafólki ekki skipulagsvaldið þegar kemur að fiskeldi í sjó. Það þarf að hafa vit fyrir okkur. Við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu...eða hvað? Ef það hefur verið tilfellið þegar lög um fiskeldi voru samþykkt að kjörnum fulltrúm hafi ekki verið treyst til að taka slíkar ákvarðanir sökum þess að almannahagur sé í húfi er ég því ósammála. Þrátt fyrir að umræðan að undaförnu hefur oft á tíðum verið óvægin, ómálefnaleg, dónaleg og jafnvel haft í hótunum tel ég að kjörnir fulltrúar sveitafélagsins eigi að hafa lokaorðið þegar kemur að ákvörðun um fiskeldi í sjó. Sveitarfélög eiga að hafa heimild til að innheimta gjöld fyrir kvíar þar sem þær eru staðsettar líkt og gjöld vegna slátrunar sem skila sér til þess sveitarfélags sem slátrunin fer fram. Þó svo að mín skoðun sé að sveitastjórn eigi að sjá um leyfisveitingar fiskeldis er sjálfsagt að kanna hug íbúa sé það gert á faglegan hátt. Það þarf að kynna kosti og galla eftir bestu getu og könnunin á að vera leynileg þar sem hver og einn getur svarað slíkri könnum á netinu heima hjá sér. Fiskeldi skiptir ekki sköpum en er góð viðbót og skapar tækifæri Ég er ekki viss um að fiskeldi muni skipta Seyðfirðinga eða Múlaþing sköpum og ég held að flestir séu sammála um að sjókvíar séu ekkert augnakonfekt en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að fiskeldi sé ekki eins hræðilegt og sumir vilja vera láta og samkvæmt sérfræðingum hefur það ekki skaðleg áhrif til langs tíma og er öll framkvæmdin afturkræf. Undanfarin ár eða jafnvel áratug hefur fátt breyst til að auka fjölbreytni atvinnulífsins á Seyðisfirði og þegar hriktir í stoðum þess eins og gerði hér í kjölfar skriðanna 2020 höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti þeim sem eru reiðubúnir til að taka þá áhættu sem fylgir slíkri atvinnuuppbyggingu. Niðurstaða mín er því sú að fiskeldi í Seyðisfirði er hvorki töfralausn né tímaskekkja heldur tækifæri sem skynsamlegt er að skoða nánar og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Hvaða atvinnumöguleikar eru í boði fyrir íbúa og aðra sem sjá tækifæri til að setjast að í sveitarfélaginu? Hvaða tekjumöguleikar eru í boði fyrir sveitarfélagið? Hvaða samlegðarmöguleikar eru í boði fyrir önnur fyrirtæki? Hvaða ónýttu nýsköpunarmöguleikar eru til staðar? Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að koma auga á þau og nýta sér þau. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi og íbúi á Seyðisfirði
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun