Grét af gleði þegar Kanada komst loksins á HM: „Draumurinn hefur ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2022 16:31 Alphonso Davies leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með þegar hann komst að því að Kandamenn væru öruggir með sæti á HM. Kanadíski landsliðsmaðurinn Alphonso Davies gat ekki haldið aftur af tárunum þegar Kanada komst á HM í fyrsta sinn í 36 ár. Kanadamenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Katar með 4-0 sigur á Jamaíkumönnum í Toronto í gær. Cyle Larin, Tajon Buchanan og Junior Hoilett skoruðu í rétt mark og Andrian Mariappa í rangt mark. Kanadamenn fögnuðu vel og innilega enda að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1986. Kanada tapaði þá öllum þremur leikjunum sínum og skoraði ekki mark. Davies er skærasta fótboltastjarna Kanada en gat ekki tekið þátt í leiknum í gær. Hann hefur ekkert spilað undanfarna mánuði vegna hjartavandamála. Davies fylgdist samt að sjálfsögðu með leiknum í sjónvarpinu og leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með á Twitch þegar lokaflautið gall. „Ég er á leiðinni á HM! Við erum á leiðinni á HM, maður! Ég trúi þessu ekki,“ gólaði Davies og grét af gleði. „Ég er að fara að gráta. Draumurinn hefur ræst.“ Alphonso Davies reaction for Canada is simply amazing. #Canada@OneSoccer pic.twitter.com/4TatxdDtVu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2022 Davies, sem er 21 árs, hefur leikið þrjátíu landsleiki og skorað tíu mörk. Hann hefur leikið með Bayern München frá 2018. Foreldarar Davies eru frá Líberíu en hann fæddist í flóttamannabúðum í Gana. Þegar hann var fimm ára flutti fjölskyldan til Kanada og settist að í Edmonton. HM 2022 í Katar Kanada Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Kanadamenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Katar með 4-0 sigur á Jamaíkumönnum í Toronto í gær. Cyle Larin, Tajon Buchanan og Junior Hoilett skoruðu í rétt mark og Andrian Mariappa í rangt mark. Kanadamenn fögnuðu vel og innilega enda að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1986. Kanada tapaði þá öllum þremur leikjunum sínum og skoraði ekki mark. Davies er skærasta fótboltastjarna Kanada en gat ekki tekið þátt í leiknum í gær. Hann hefur ekkert spilað undanfarna mánuði vegna hjartavandamála. Davies fylgdist samt að sjálfsögðu með leiknum í sjónvarpinu og leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með á Twitch þegar lokaflautið gall. „Ég er á leiðinni á HM! Við erum á leiðinni á HM, maður! Ég trúi þessu ekki,“ gólaði Davies og grét af gleði. „Ég er að fara að gráta. Draumurinn hefur ræst.“ Alphonso Davies reaction for Canada is simply amazing. #Canada@OneSoccer pic.twitter.com/4TatxdDtVu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2022 Davies, sem er 21 árs, hefur leikið þrjátíu landsleiki og skorað tíu mörk. Hann hefur leikið með Bayern München frá 2018. Foreldarar Davies eru frá Líberíu en hann fæddist í flóttamannabúðum í Gana. Þegar hann var fimm ára flutti fjölskyldan til Kanada og settist að í Edmonton.
HM 2022 í Katar Kanada Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn