Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 15:31 Íslenska landsliðið virðist til alls líklegt á Evrópumótinu í Englandi í sumar en þar er liðið í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Getty/Omar Vega Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna. Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets: Match 31 - FinalMatch 10 - England Vs NorwayMatch 17 - England Vs Northern IrelandMatch 8 - Belgium Vs Iceland— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur. Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki. Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí. NOW AVAILABLE!Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale Grab your tickets and tell us which game you re attending — Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna. Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets: Match 31 - FinalMatch 10 - England Vs NorwayMatch 17 - England Vs Northern IrelandMatch 8 - Belgium Vs Iceland— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur. Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki. Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí. NOW AVAILABLE!Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale Grab your tickets and tell us which game you re attending — Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01
Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31
Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45
Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43