Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 08:05 Boris Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Mosktu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. EPA Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent