Aron unnið stóran titil þrettán tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 10:01 Aron Pálmarsson fagnar með íslenska landsliðinu á síðasta Evrópumóti. Getty/Kolektiff Images Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er mikill sigurvegari í handboltanum og Aron bætti við enn einum titlinum um helgina. Þeir stóru eru nú orðnir þrjátíu í atvinnumennskunni. Aron og félagar í Aalborg Håndbold urðu danskir bikarmeistarar í gærkvöldi eftir 30-27 sigur á GOG í úrslitaleiknum. Aron var markahæstur í sínu liðið með sjö mörk og fór mikinn á lokakafla leiksins. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Þetta er fyrsta tímabil Arons í Álaborg en hann heldur áfram uppteknum hætti að raða inn titlunum með félögum sínum. Hann gerði það með Kiel í Þýskalandi, með Veszprém í Ungverjalandi og með Barcelona á Spáni. Þetta er nefnilega þrettánda tímabilið í röð þar sem Aron vinnur að minnsta kosti einn stóran titil og oftast hafa þeir verið fleiri en einn. Þetta er um leið þrettánda tímabil Arons í atvinnumennsku og síðasta titlalausa tímabilið hans var veturinn 2008-09 með liði FH. Aron hefur nú unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum þar af hefur hann ellefu sinnum orðið landsmeistari, fjórum sinnum deildarbikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar sinnum unnið heimsmeistarakeppni félagsliða. Þetta var síðan tímamóta bikarmeistaratitill eða sá tíundi í röðinni. Hann vann þýska bikarinn þrisvar með Kiel og hefur nú orðið bikarmeistari á síðustu sjö tímabilum, tvisvar í Ungverjalandi, fjórum sinnum á Spáni og nú í fyrsta sinn í Danmörku. Þetta var aðeins annar bikarmeistaratitil Álaborgarliðsins í sögunni en hinn vannst árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari Danski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Aron og félagar í Aalborg Håndbold urðu danskir bikarmeistarar í gærkvöldi eftir 30-27 sigur á GOG í úrslitaleiknum. Aron var markahæstur í sínu liðið með sjö mörk og fór mikinn á lokakafla leiksins. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Þetta er fyrsta tímabil Arons í Álaborg en hann heldur áfram uppteknum hætti að raða inn titlunum með félögum sínum. Hann gerði það með Kiel í Þýskalandi, með Veszprém í Ungverjalandi og með Barcelona á Spáni. Þetta er nefnilega þrettánda tímabilið í röð þar sem Aron vinnur að minnsta kosti einn stóran titil og oftast hafa þeir verið fleiri en einn. Þetta er um leið þrettánda tímabil Arons í atvinnumennsku og síðasta titlalausa tímabilið hans var veturinn 2008-09 með liði FH. Aron hefur nú unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum þar af hefur hann ellefu sinnum orðið landsmeistari, fjórum sinnum deildarbikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar sinnum unnið heimsmeistarakeppni félagsliða. Þetta var síðan tímamóta bikarmeistaratitill eða sá tíundi í röðinni. Hann vann þýska bikarinn þrisvar með Kiel og hefur nú orðið bikarmeistari á síðustu sjö tímabilum, tvisvar í Ungverjalandi, fjórum sinnum á Spáni og nú í fyrsta sinn í Danmörku. Þetta var aðeins annar bikarmeistaratitil Álaborgarliðsins í sögunni en hinn vannst árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari
Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari
Danski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira