Draumur óléttrar Dagnýjar rættist Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 07:30 Dagný Brynjarsdóttir og Brynjar Atli sonur hennar voru eitt sólskinsbros þegar þau fengu óvænt að hittast fyrir leik í gær að frumkvæði forráðamanna West Ham. @westhamwomen/Getty Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham komu íslensku landsliðskonunni Dagnýju Brynjarsdóttur afar skemmtilega á óvart fyrir leikinn við Brighton í Lundúnum í gær. Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti. Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira