Handbolti

Íslensku handboltamennirnir sigursælir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Þór og félagar unnu góðan sigur.
Arnór Þór og félagar unnu góðan sigur. vísir/Getty

Nokkrir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni með liðum sínum í evrópskum handbolta í dag.

Í þýsku úrvalsdeildinni gerðu Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer góða ferð til Wetzlar þar sem þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu sterku liði Wetzlar, 23-27.

Arnór Þór nýtti öll þrjú skot sín í leiknum en David Schmidt var markahæstur í liði Bergischer með sex mörk.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki GOG þegar liðið heimsótti Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Viktor Gísli varði fjórtán skot í marki GOG og hjálpaði liði sínu að vinna níu marka sigur, 26-35.

Íslendingalið Álaborgar, með Aron Pálmarsson innanborðs, bíður GOG í úrslitaleiknum.

Í norsku úrvalsdeildinni vann Íslendingalið Elverum fimm marka sigur á Arendal, 25-30. Orri Freyr Þorkelsson gerði eitt mark fyrir Elverum en Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×