Fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 16:43 Í dómi Landsréttar sagði að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Vísir/Jóhann K Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. Maðurinn faldi rúma ellefu lítra af amfetamínbasa í plastflöskum í bensíntanki bifreiðar og var gripinn ásamt samverkamanni við tollskoðun. Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka. Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka.
Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17