Bjóða kirkjugestum upp á úkraínska borscht súpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 12:19 Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur býður kirkjugestum upp á borscht súpu að lokinni messu á morgun. Vísir/Getty Boðið verður upp á úkraínska borscht rauðrófusúpu að lokinni messu í dómkirkjunni á morgun. Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að sýna samstöðu en allur ágóði af sölu súpunnar rennur til neyðarsöfnunar hjálparstarfs kirkjunnar. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“ Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“
Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira