Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2022 14:01 Persónuvernd sektaði ekki ónafngreinda skólann. Vísir/Vilhelm Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna. Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna.
Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira