Miki jafnræði var með liðunum í kvöld og enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama og enn var ekkert mark komið í leikinn þegar dómarinn flautaði til leiksloka.
Það þurfti því framlengingu til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Svíarnir sem náðu eð koma inn einu marki, en það var varamaðurinn Robin Quaison sem skoraði markið mikilvæga á 110. mínútu eftir stoðsendingu frá Alexander Isak.
Svíar eru því á leiðinni í hreinan úrslitaleik um sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Andstæðingar Svía verðaPólverjar, en þeim var dæmdur sigur gegn Rússum eftir innrás Rússa í Úkraínu.