Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 11:43 Joe Biden forseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron forseti Frakklands og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands stinga saman nefjum í upphafi leiðtogafundar NATO í morgun. Á milli Bidens og Macrons má sjá glitta í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. AP/Brendan Smialowski Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47
Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31