Hvenær verða réttindi fatlaðra barna í Garðabæ virt? Árni Björn Kristjánsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Flestir myndu ætla að sveitarfélag eins og Garðabær, sem býr við traustan og góðan fjárhag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálfstæðs lífs. Öllum fötluðum Garðbæingum. Dóttir mín fær 42% þjónustu Ég er faðir 9 ára langveikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dásamleg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vinkonum sínum og æfa íþróttir. En hún er með metna stuðningsþörf upp á 720 klukkutíma á mánuði og það besta sem Garðabær getur boðið eru 300 klukkutímar. Dóttir mín fær því aðeins 42% af þeim tíma sem mat á stuðningsþörf nær yfir. Hún fær aðeins 42% af nauðsynlegri þjónustu til að aðstoða hana við að sinna hversdagslegum athöfnum daglegs lífs og taka þátt í samfélaginu sem sjálfstæður einstaklingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá foreldrum og öðrum ættingjum. Dóttir mín klæðir sig ekki sjálf, borðar ekki sjálf, fer ekki á klósettið sjálf, leikur sér ekki sjálf, kveikir ekki á sjónvarpinu sjálf og listinn heldur áfram. Ef hún vill æfa íþrótt þá þarf hún stuðningsmanneskju, ef hún vill leika við vinkonur sínar þá þarf hún stuðningsmanneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum forsendum því úthlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til. Úrelt stefna í málefnum fatlaðs fólks Á vef Garðabæjar er að finna stefnu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018. Hvers vegna stefna sveitarfélagsins hefur ekki verið uppfærð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garðabæ mikilvægt að gefa réttar upplýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessari úreltu stefnu eru að innan núverandi meirihluta sé ekki mikill áhugi á málefnum fatlaðra í sveitarstjórnarpólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð. Kominn er tími til þess að Garðabær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálfstæðu lífi og að stefna sveitarfélagsins endurspegli breytta tíma og viðhorf til fatlaðra. Þess vegna hef ég tekið 4. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Höfundur er faðir fatlaðrar stelpu og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Árni Björn Kristjánsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Flestir myndu ætla að sveitarfélag eins og Garðabær, sem býr við traustan og góðan fjárhag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálfstæðs lífs. Öllum fötluðum Garðbæingum. Dóttir mín fær 42% þjónustu Ég er faðir 9 ára langveikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dásamleg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vinkonum sínum og æfa íþróttir. En hún er með metna stuðningsþörf upp á 720 klukkutíma á mánuði og það besta sem Garðabær getur boðið eru 300 klukkutímar. Dóttir mín fær því aðeins 42% af þeim tíma sem mat á stuðningsþörf nær yfir. Hún fær aðeins 42% af nauðsynlegri þjónustu til að aðstoða hana við að sinna hversdagslegum athöfnum daglegs lífs og taka þátt í samfélaginu sem sjálfstæður einstaklingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá foreldrum og öðrum ættingjum. Dóttir mín klæðir sig ekki sjálf, borðar ekki sjálf, fer ekki á klósettið sjálf, leikur sér ekki sjálf, kveikir ekki á sjónvarpinu sjálf og listinn heldur áfram. Ef hún vill æfa íþrótt þá þarf hún stuðningsmanneskju, ef hún vill leika við vinkonur sínar þá þarf hún stuðningsmanneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum forsendum því úthlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til. Úrelt stefna í málefnum fatlaðs fólks Á vef Garðabæjar er að finna stefnu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018. Hvers vegna stefna sveitarfélagsins hefur ekki verið uppfærð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garðabæ mikilvægt að gefa réttar upplýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessari úreltu stefnu eru að innan núverandi meirihluta sé ekki mikill áhugi á málefnum fatlaðra í sveitarstjórnarpólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð. Kominn er tími til þess að Garðabær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálfstæðu lífi og að stefna sveitarfélagsins endurspegli breytta tíma og viðhorf til fatlaðra. Þess vegna hef ég tekið 4. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Höfundur er faðir fatlaðrar stelpu og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun