Hversu mörg ár af lífi einstaklings er eðlilegt að sitja undir ofsóknum yfirvalda? Karl Wernersson skrifar 24. mars 2022 09:00 Ég hef hingað til ákveðið að halda mig til hlés í fjölmiðlum hvað varðar ofsóknir yfirvalda á hendur mér vegna meintra bókhaldsbrota árin fyrir hrun. Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi. Nú síðast vann ég mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem viðurkennt var brot íslenska ríkisins á mannréttindum mínum í því sakamáli þar sem ég var dæmdur til fangelsisvistar. Eftir þá niðurstöðu staðfesti Endurupptökudómstóll að verulegir gallar hafi verið á meðferð sakamálsins gegn mér, verulegir gallar sem gáfu tilefni til endurupptöku sakamálsins. En eins og segir m.a. í niðurstöðu Endurupptökudómstólsins: “….með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri a meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda….”. Í kjölfar þessarar niðurstöðu hjá Mannréttindadómstól Evrópu og Endurupptökudómi og í kjölfar þess að sakamálið er aftur komið til meðferðar hjá Hæstarétti, virðist yfirvöldum þykja viðeigandi að hefja ofsóknirnar upp á nýtt með húsleit á heimili mínu, vinnustað mínum og heimili fjölskyldumeðlima ásamt fleiri aðilum. Virðist tilgangurinn vera sá að aðstoða þrotabú mitt vegna dómsmála sem það er að reka í dómskerfinu. Ekki er talið nóg að þrotabúið reyni að sækja fjármuni heldur ákveður yfirvaldið að rétt sé, þegar von er á dómi á næstu dögum, að hefja sakamálarannsókn. Ég spyr því. Er þessi tímasetning tilviljun? Er það tilviljun að hafin sé sakamálarannsókn á grundvelli gamallar kæru nokkrum dögum fyrir dómsniðurstöðu í tengdu einkamáli? Er þörf á húsleit vegna viðskipta sem eru 8 ára gömul? Eða er kannski verið að reyna að hafa áhrif á dómara sem eru þessa dagana að kveða upp dóm? Eru mannréttindi bara sumra en ekki annarra? Hvenær sættir yfirvaldið sig við að tilefnið var ekkert og nú sé nóg komið af stöðugum inngripum inn í líf fólks? Eru 14 ár í ofsóknum ekki nóg? Virðingarfyllst Karl Wernersson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Hrunið Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef hingað til ákveðið að halda mig til hlés í fjölmiðlum hvað varðar ofsóknir yfirvalda á hendur mér vegna meintra bókhaldsbrota árin fyrir hrun. Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi. Nú síðast vann ég mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem viðurkennt var brot íslenska ríkisins á mannréttindum mínum í því sakamáli þar sem ég var dæmdur til fangelsisvistar. Eftir þá niðurstöðu staðfesti Endurupptökudómstóll að verulegir gallar hafi verið á meðferð sakamálsins gegn mér, verulegir gallar sem gáfu tilefni til endurupptöku sakamálsins. En eins og segir m.a. í niðurstöðu Endurupptökudómstólsins: “….með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri a meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda….”. Í kjölfar þessarar niðurstöðu hjá Mannréttindadómstól Evrópu og Endurupptökudómi og í kjölfar þess að sakamálið er aftur komið til meðferðar hjá Hæstarétti, virðist yfirvöldum þykja viðeigandi að hefja ofsóknirnar upp á nýtt með húsleit á heimili mínu, vinnustað mínum og heimili fjölskyldumeðlima ásamt fleiri aðilum. Virðist tilgangurinn vera sá að aðstoða þrotabú mitt vegna dómsmála sem það er að reka í dómskerfinu. Ekki er talið nóg að þrotabúið reyni að sækja fjármuni heldur ákveður yfirvaldið að rétt sé, þegar von er á dómi á næstu dögum, að hefja sakamálarannsókn. Ég spyr því. Er þessi tímasetning tilviljun? Er það tilviljun að hafin sé sakamálarannsókn á grundvelli gamallar kæru nokkrum dögum fyrir dómsniðurstöðu í tengdu einkamáli? Er þörf á húsleit vegna viðskipta sem eru 8 ára gömul? Eða er kannski verið að reyna að hafa áhrif á dómara sem eru þessa dagana að kveða upp dóm? Eru mannréttindi bara sumra en ekki annarra? Hvenær sættir yfirvaldið sig við að tilefnið var ekkert og nú sé nóg komið af stöðugum inngripum inn í líf fólks? Eru 14 ár í ofsóknum ekki nóg? Virðingarfyllst Karl Wernersson.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar