Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2022 13:12 Hvalskurður í Hvalfirði. Til stendur að hefja hvalveiðar á ný í júní. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“ Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40
Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02