Síðasti gestur farsóttarhúsa kvaddi í morgun Jakob Bjarnar skrifar 23. mars 2022 12:04 Á rúmum tveimur árum hafa um 15.000 einstaklingar af fjölmörgum þjóðernum dvalið í farsóttarhúsum. Þegar mest var störfuðu um 80 manns á 7 hótelum. vísir/arnar Í morgun urðu þau merku tímamót að síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða krossins gekk út. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir þetta merk tímamót og ljúfsár. Þegar ungur maður var kvaddur með virtum, sá síðasti. „Mér líður bara mjög vel en þetta hefur náttúrlega verið stór þáttur í starfseminni síðustu tvö ár. Orðinn smá partur af okkur, ljúfsárt, örlítið, en auðvitað allir fegnir að þessum kafla sé lokið. Ég fékk nú alveg smá svona; ætli þessu sé nú ekki örugglega lokið?“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. Nú tekur við frágangur húsakynna Íslandshótela, og verið að búa þau undir að taka við túristum sem teknir eru að streyma til landsins í stríðum straum. „Við þurfum að skila húsinu af okkur 1. apríl. Og það hafa verið fáir gestir síðustu vikur, bara við sérstakar aðstæður,“ segir Brynhildur. Á rúmum tveimur árum hafa um 15.000 einstaklingar af fjölmörgum þjóðernum dvalið í farsóttarhúsum og notið aðstoðar starfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Reykjavík og á Akureyri. Þegar mest var störfuðu um 80 manns á 7 hótelum. Farsóttarhúsunum var lokað í nokkrar vikur í maí 2020 þegar vonir stóðu til að faraldrinum væri lokið, en annað kom á daginn og því þorir Brynhildur ekki að slá neinu á fast með það. „Starfinu var í byrjun, mestmegnis haldið uppi af sjálfboðaliðum. En það er ekki hægt í svona verkefnum til lengri tíma. Þetta hefur verið magnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel en þetta hefur náttúrlega verið stór þáttur í starfseminni síðustu tvö ár. Orðinn smá partur af okkur, ljúfsárt, örlítið, en auðvitað allir fegnir að þessum kafla sé lokið. Ég fékk nú alveg smá svona; ætli þessu sé nú ekki örugglega lokið?“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. Nú tekur við frágangur húsakynna Íslandshótela, og verið að búa þau undir að taka við túristum sem teknir eru að streyma til landsins í stríðum straum. „Við þurfum að skila húsinu af okkur 1. apríl. Og það hafa verið fáir gestir síðustu vikur, bara við sérstakar aðstæður,“ segir Brynhildur. Á rúmum tveimur árum hafa um 15.000 einstaklingar af fjölmörgum þjóðernum dvalið í farsóttarhúsum og notið aðstoðar starfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Reykjavík og á Akureyri. Þegar mest var störfuðu um 80 manns á 7 hótelum. Farsóttarhúsunum var lokað í nokkrar vikur í maí 2020 þegar vonir stóðu til að faraldrinum væri lokið, en annað kom á daginn og því þorir Brynhildur ekki að slá neinu á fast með það. „Starfinu var í byrjun, mestmegnis haldið uppi af sjálfboðaliðum. En það er ekki hægt í svona verkefnum til lengri tíma. Þetta hefur verið magnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira