ESA vísar þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:46 Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að vísa þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna tafa á innleiðingu 37 gerða á sviði fjármálaþjónustu. Gerðirnar eru hluti regluverks á sviði banka- og verðbréfamarkaðar. Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira