„Þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 11:01 Jón Daði Böðvarsson er með 62 A-landsleiki á ferilskránni og gæti bætt við tveimur leikjum á Spáni á næstu dögum. vísir/vilhelm Þegar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, valdi sinn fyrsta landsliðshóp fyrir ári síðan voru níu leikmenn í hópnum sem spilað höfðu fleiri, og flestir mun fleiri, landsleiki en Jón Daði Böðvarsson. Núna er hann annar reynslumesti leikmaður liðsins. Jón Daði, sem núna á að baki 62 A-landsleiki, kom inn í landsliðið snemma á mesta gullskeiði í sögu þess og skoraði í 3-0 sigri gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum á leiðinni að EM í Frakklandi 2016. Nú þegar margir liðsfélaga hans í gegnum árin eru ekki með – ýmist hættir, meiddir eða sæta lögreglurannsókn – er aðeins methafinn Birkir Bjarnason með fleiri landsleiki en Jón Daði í hópnum. Og Jón Daði er með gott forskot á þriðja mann á listanum, Arnór Ingva Traustason sem leikið hefur 43 landsleiki. Spennandi hæfileikar til framtíðar fyrir íslensku þjóðina „Þetta er alveg öðruvísi. Liðið er töluvert mikið breytt og það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi. Það eru ungir leikmenn komnir í þetta og þeir þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru. Um leið eru spennandi hæfileikar hérna, til framtíðar fyrir íslensku þjóðina,“ segir Jón Daði sem er með íslenska landsliðinu á Spáni þar sem það mætir Finnlandi á laugardaginn, og Spánverjum næsta þriðjudag. Þar er hann staddur eftir að hafa gert góða hluti með Bolton að undanförnu. Í íslenska landsliðshópnum núna er Ísak Bergmann, sem fagnar 19 ára afmæli í dag, yngstur. Alls eru átta leikmenn í hópnum 22 ára eða yngri, eins og Jón Daði var þegar hann stimplaði sig inn gegn Tyrkjum um árið. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að vita, og ég held að þeir viti það líka, að aldurinn er ekki allt en við erum líka að vinna í að þróa liðið og það tekur alltaf smátíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst og það er metnaðurinn sem maður finnur hjá öllum í hópnum núna,“ segir Jón Daði og tekur undir að það sé skrýtið að vera allt í einu næstleikjahæstur í landsliðinu. Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið eftirminnilega árið 2016. Þá var hann í hópi yngstu leikmanna liðsins.Getty/Clive Mason „Myndi helst vilja vera áfram 22 ára“ „Já, það er skrýtið. Ég man þegar maður kom í landsliðið í fyrsta sinn af alvöru, 22 ára gamall. Síðan er maður allt í einu að átta sig á því núna að maður er enn af reynslumeiri leikmönnunum. Ég myndi helst vilja vera áfram 22 ára en maður er það ekki lengur,“ segir Jón Daði léttur og bætir við: „Þetta er öðruvísi verkefni fyrir mann að tækla, en á jákvæðan hátt, og maður reynir að skila sinni reynslu áfram til strákanna og gera um leið sitt besta fyrir landsliðið eins og alltaf.“ Leikirnir við Finnland og Spán eru liður í undirbúningi Íslands fyrir leikina í Þjóðadeildinni í sumar en liðið mætir Ísrael og Albaníu í júní. „Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að „gela“ okkur meira saman sem lið. Við erum búnir að tala sérstaklega um hvað við getum betrumbætt frá síðasta ári og þetta er svona hægt og rólega allt í rétta átt held ég. Það eru hinir og þessir hlutir sem þarf að bæta í og gera betur. Þetta eru góðir mótherjar til að mæta. Spánn er auðvitað gríðarlega sterk og stór þjóð, og það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir til að spila og fá jákvætt og erfitt próf. Þetta er bara spennandi,“ segir Jón Daði. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Jón Daði, sem núna á að baki 62 A-landsleiki, kom inn í landsliðið snemma á mesta gullskeiði í sögu þess og skoraði í 3-0 sigri gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum á leiðinni að EM í Frakklandi 2016. Nú þegar margir liðsfélaga hans í gegnum árin eru ekki með – ýmist hættir, meiddir eða sæta lögreglurannsókn – er aðeins methafinn Birkir Bjarnason með fleiri landsleiki en Jón Daði í hópnum. Og Jón Daði er með gott forskot á þriðja mann á listanum, Arnór Ingva Traustason sem leikið hefur 43 landsleiki. Spennandi hæfileikar til framtíðar fyrir íslensku þjóðina „Þetta er alveg öðruvísi. Liðið er töluvert mikið breytt og það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi. Það eru ungir leikmenn komnir í þetta og þeir þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru. Um leið eru spennandi hæfileikar hérna, til framtíðar fyrir íslensku þjóðina,“ segir Jón Daði sem er með íslenska landsliðinu á Spáni þar sem það mætir Finnlandi á laugardaginn, og Spánverjum næsta þriðjudag. Þar er hann staddur eftir að hafa gert góða hluti með Bolton að undanförnu. Í íslenska landsliðshópnum núna er Ísak Bergmann, sem fagnar 19 ára afmæli í dag, yngstur. Alls eru átta leikmenn í hópnum 22 ára eða yngri, eins og Jón Daði var þegar hann stimplaði sig inn gegn Tyrkjum um árið. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að vita, og ég held að þeir viti það líka, að aldurinn er ekki allt en við erum líka að vinna í að þróa liðið og það tekur alltaf smátíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst og það er metnaðurinn sem maður finnur hjá öllum í hópnum núna,“ segir Jón Daði og tekur undir að það sé skrýtið að vera allt í einu næstleikjahæstur í landsliðinu. Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið eftirminnilega árið 2016. Þá var hann í hópi yngstu leikmanna liðsins.Getty/Clive Mason „Myndi helst vilja vera áfram 22 ára“ „Já, það er skrýtið. Ég man þegar maður kom í landsliðið í fyrsta sinn af alvöru, 22 ára gamall. Síðan er maður allt í einu að átta sig á því núna að maður er enn af reynslumeiri leikmönnunum. Ég myndi helst vilja vera áfram 22 ára en maður er það ekki lengur,“ segir Jón Daði léttur og bætir við: „Þetta er öðruvísi verkefni fyrir mann að tækla, en á jákvæðan hátt, og maður reynir að skila sinni reynslu áfram til strákanna og gera um leið sitt besta fyrir landsliðið eins og alltaf.“ Leikirnir við Finnland og Spán eru liður í undirbúningi Íslands fyrir leikina í Þjóðadeildinni í sumar en liðið mætir Ísrael og Albaníu í júní. „Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að „gela“ okkur meira saman sem lið. Við erum búnir að tala sérstaklega um hvað við getum betrumbætt frá síðasta ári og þetta er svona hægt og rólega allt í rétta átt held ég. Það eru hinir og þessir hlutir sem þarf að bæta í og gera betur. Þetta eru góðir mótherjar til að mæta. Spánn er auðvitað gríðarlega sterk og stór þjóð, og það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir til að spila og fá jákvætt og erfitt próf. Þetta er bara spennandi,“ segir Jón Daði.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira