Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2022 10:09 Judge Ketanji Brown Jackson í sal öldungadeildarinnar í gær. AP/Carolyn Kaster Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira