Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2022 16:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári. Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira