Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Maðurinn sendi hótun um að sprengja upp Alþingi 10. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira