Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Maðurinn sendi hótun um að sprengja upp Alþingi 10. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Maðurinn var 16. mars síðastliðinn handtekinn við Ráðhús Reykjanesbæjar vegna gruns um að hann hafi fyrr um daginn sent tvo tölvupósta á ensku á netfang embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, þar sem fram kom að sprengiefni væri í byggingunni og að rými ætti hana. Í kjölfar handtökunnar hrækti maðurinn á lögreglumenn en um var að ræða sjöunda mál mannsins á ellefu dögum. Sama dag hafði ríkissaksóknara einnig borist samskonar sprengjuhótun og lögrelgustjóranum á Suðurnesjum, um svipað leyti og úr sama tölvupóstfangi. Þann 15. mars hafði lögreglu þá borist tilkynning frá manni sem sagði þann kærða vera að ráðast að sér með líflátshótunum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en maðurinn sagðist hafa kært hinn áður. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við mennina. Hótaði starfsmanni ríkissaksóknara lífláti Þann 10. mars hafði Alþingi borist sprengjuhótun með tölvupósti á ensku þar sem fram hafði komið að sprengja myndi springa þá þegar. Framkvæmd hafi verið sprengjuleit af sprengjuleitarsérfræðingum, sérsveit og hundi. Hótunin þótti bera kennimark mannsins, sem hefur verið grunaður um ítrekaðar sprengjuhótanir árið 2021 sem og í mars á þessu ári. Þann 7. mars hafði Securitas borist þrjú árásarboð úr afgreiðslu ríkissaksóknara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði maðurinn verið þar og verið æstur. Lögregla ræddi við manninn og starfsmenn ríkissaksóknara og fram hafði komið að maðurinn hafði haft uppi beinar líflátshótanir gegn opinberum starfsmanni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn. Sama dag hafði einnig verið tilkynnt um að maðurinn hefði hótað ofangreindum opinberum starfsmanni ítrekað lífláti með tölvupósti sólarhringinn áður en hann mætti svo í afgreiðslu ríkissaksóknara. Maðurinn hafði einnig sent slíkar hótanir í tölvupósti í janúar á þessu ári. Hefur tvo dóma á bakinu Þann 5. mars hafði maðurinn þá komið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hótað að sprengja spítalann fengi hann ekki afgreiðslu innan 45 mínútna. Hann hafi lamið í tölvuskjá og brotið sótthreinsistand og dælu. Starfsmenn spítala greindu lögreglu frá því að þeir þekktu manninn og hann hafi áður haft í hótunum við þau. Maðurinn flutti til Íslands í janúar 2017 og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sem hann hlaut í maí 2018. Lögregla hefur síðan þá haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn er grunaður um refsiverða háttsemi, þar á meðal hótanir um hryðjuverk, aðrar hótanir, líkamsárásir, umsáturseinelti, húsbrot og eignarspjöld. Maðurinn hefur tvo dóma á bakinu, þrjátíu daga dóm fyrir skjalafals og 45 daga fangelsisdóm fyrir skjalafals og umferðarlagabrot. Auk ofangreindra tilvika hefur lögregla sinnt á annað hundrað verkefna sem varða manninn. Flestir þeirra einstaklinga sem hann hefur áreitt eiga það sameiginlegt að hafa aðstoðað hann í gegn um tíðina eða veitt honum þjónustu.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira