Að búa við öryggi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 22. mars 2022 11:32 Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Eldri borgarar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar