David Beckham er með yfir sjötíu milljónir fylgjendur á Instagram og hjá honum er því mikil tækifæri að ná til fólks út um allan heim.
Beckham hefur orðið fyrir áhrifum af stríðinu í Úkraínu eins og allir sem hafa séð og heyrt skelfilega hluti frá innrás Rússa. Hann ákvað að hjálpa til við að koma réttum fréttum til skila.
Úkraínskur læknir fékk því að taka yfir Instagram reikning Beckham á sunnudaginn og segja frá ástandinu í Úkraínu.
Læknirinn heitir Iryna og hún sýndi frá stöðu mála í borg sinni Kharkiv. Hún sýndi meðal annars myndband frá kjallara í borginni þar sem ófrískar konur og mæðir kornabarna höfðu leitað skjóls frá árásum Rússa.
„Ég heiti Iryna og ég vil sýna ykkur okkar starf í miðju stríði. Ég vinn 24 tíma á sólarhring og ég er því hér alla daga,“ sagði Iryna á Instagram reikningi David Beckham.
„Við leggjum líf okkar í hættu en við hugsum ekki um það af því að við elskum okkar starf,“ sagði Iryna.