Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni Árni Sæberg skrifar 21. mars 2022 21:51 Elínborg Harpa hefur samið um bætur vegna handtöku árið 2019. Vísir Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna. Elínborg var í Gleðigöngu Hinsegin daga þann 17. ágúst árið 2019 þegar hún var handtekin án þess að hafa nokkuð unnið sér til sakar. „Þetta kom þannig til að ég er á pride og er skreytt og er með bleikan klút og grímu,“ sagði Elínborg á sínum tíma í samtali við Vísi og bætti því við að algengt sé að fólk hylji andlit sitt með grímum eða glimmeri í Gleðigöngunni. „Ég var að hlaupa niður Skólavörðustíg því ég var að flýta mér að hitta vini mína. Ég hélt á litlu pappaspjaldi sem á stóð „queer liberation. Svona skilti eru líka mjög algeng í göngunni.“ Hún hafi síðan gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Lögreglumennirnir hafi bent henni á að fara út af svæðinu, auk þess sem þeir hafi sagt henni að taka af sér grímuna. Loks fór svo að hún var handtekin og sett inn í lögreglubíl Nefnd um eftirlit með lögreglu sá ekkert að handtökunni Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Svo fór hins vegar að nefnd um eftirlit með lögreglu komst að þeirri niðurstöðu að ekki þætti ástæða til að aðhafast frekar í málinu og að ekki lægju fyrir neinar upplýsingar um að lögreglumenn hafi beitt öðru en nauðsynlegri valdbeitingu. „Það hljómar ekki eins og sannfærandi niðurstaða, í ljósi þess að ég fæ greiddar 220 þúsund krónur í miskabætur,“ segir Elínborg í samtali við Vísi. Vildi ekki fara dómstólaleiðina vegna fyrri reynslu Elínborg segir í samtali við Vísi að hún hafi þurft að hugsa sig mjög vel um hvort hún vildi láta reyna á málið fyrir dómstólum í ljósi fyrri reynslu hennar af dómstólaleiðinni. Þó hafi hún alltaf verið viss um að málið myndi vinnast. Í fyrra var Elínborg sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hún var handtekin fyrir Alþingishúsið, annars vegar, og dómsmálaráðuneytið, hins vegar. Hún hafði verið þar í mótmælaskyni ásamt félögum sínum úr hópnum No borders Iceland, en sex þeirra voru einnig dregnir fyrir dóm í málinu. Hún segist hafa upplifað mikla niðurlægingu þegar hún sat undir ásökunum og yfirheyrslum í dómsal og því hafi hún ákveðið leita frekar sáttar í málinu en að fara dómstólaleiðina. Heildargreiðsla ríkisins ríflega 600 þúsund krónur Samkomulag liggur nú fyrir í máli Elínborgar Hörpu en lögmaður hennar og lögmaður íslenska ríkissins sömdu um greiðslu 200 þúsund króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta, um fimmtán þúsund krónur. Upphaflegt boð um bætur hljóðaði upp á 75 þúsund krónur, að sögn Elínborgar. Þá greiðir ríkið þóknun lögmanns Elínborgar upp á tæplega 400 þúsund krónur. Því er heildarkostnaður ríkissins af handtöku Elínborgar 607 þúsund krónur, að ógleymdum kostnaði við rannsókn málsins og þóknun lögmanns. Bæturnar renni til góðra málefna Elínborg segir í samtali við Vísi að hún ætli að láta bótagreiðsluna renna til ýmissa verkefna sem tengjast baráttu hinsegin fólks. Þá nefnir hún sérstaklega að hluti bótanna muni renna til nýstofnaða hópsins Lög og regla, sem fjallar um lögregluofbeldi á Íslandi og veitir þolendum þess vettvang til að koma sögum sínum á framfæri á Twitter undir myllumerkinu #logogregla. „Sem þolandi lögregluofbeldis fagna ég þessum hóp og þessari umræðu, en það er mjög lítið talað um þetta á Íslandi og oft reynt að þagga niður eða gera lítið úr því þegar fólk segir frá,“ segir Elínborg. Hinsegin Lögreglumál Gleðigangan Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Elínborg var í Gleðigöngu Hinsegin daga þann 17. ágúst árið 2019 þegar hún var handtekin án þess að hafa nokkuð unnið sér til sakar. „Þetta kom þannig til að ég er á pride og er skreytt og er með bleikan klút og grímu,“ sagði Elínborg á sínum tíma í samtali við Vísi og bætti því við að algengt sé að fólk hylji andlit sitt með grímum eða glimmeri í Gleðigöngunni. „Ég var að hlaupa niður Skólavörðustíg því ég var að flýta mér að hitta vini mína. Ég hélt á litlu pappaspjaldi sem á stóð „queer liberation. Svona skilti eru líka mjög algeng í göngunni.“ Hún hafi síðan gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Lögreglumennirnir hafi bent henni á að fara út af svæðinu, auk þess sem þeir hafi sagt henni að taka af sér grímuna. Loks fór svo að hún var handtekin og sett inn í lögreglubíl Nefnd um eftirlit með lögreglu sá ekkert að handtökunni Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Svo fór hins vegar að nefnd um eftirlit með lögreglu komst að þeirri niðurstöðu að ekki þætti ástæða til að aðhafast frekar í málinu og að ekki lægju fyrir neinar upplýsingar um að lögreglumenn hafi beitt öðru en nauðsynlegri valdbeitingu. „Það hljómar ekki eins og sannfærandi niðurstaða, í ljósi þess að ég fæ greiddar 220 þúsund krónur í miskabætur,“ segir Elínborg í samtali við Vísi. Vildi ekki fara dómstólaleiðina vegna fyrri reynslu Elínborg segir í samtali við Vísi að hún hafi þurft að hugsa sig mjög vel um hvort hún vildi láta reyna á málið fyrir dómstólum í ljósi fyrri reynslu hennar af dómstólaleiðinni. Þó hafi hún alltaf verið viss um að málið myndi vinnast. Í fyrra var Elínborg sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hún var handtekin fyrir Alþingishúsið, annars vegar, og dómsmálaráðuneytið, hins vegar. Hún hafði verið þar í mótmælaskyni ásamt félögum sínum úr hópnum No borders Iceland, en sex þeirra voru einnig dregnir fyrir dóm í málinu. Hún segist hafa upplifað mikla niðurlægingu þegar hún sat undir ásökunum og yfirheyrslum í dómsal og því hafi hún ákveðið leita frekar sáttar í málinu en að fara dómstólaleiðina. Heildargreiðsla ríkisins ríflega 600 þúsund krónur Samkomulag liggur nú fyrir í máli Elínborgar Hörpu en lögmaður hennar og lögmaður íslenska ríkissins sömdu um greiðslu 200 þúsund króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta, um fimmtán þúsund krónur. Upphaflegt boð um bætur hljóðaði upp á 75 þúsund krónur, að sögn Elínborgar. Þá greiðir ríkið þóknun lögmanns Elínborgar upp á tæplega 400 þúsund krónur. Því er heildarkostnaður ríkissins af handtöku Elínborgar 607 þúsund krónur, að ógleymdum kostnaði við rannsókn málsins og þóknun lögmanns. Bæturnar renni til góðra málefna Elínborg segir í samtali við Vísi að hún ætli að láta bótagreiðsluna renna til ýmissa verkefna sem tengjast baráttu hinsegin fólks. Þá nefnir hún sérstaklega að hluti bótanna muni renna til nýstofnaða hópsins Lög og regla, sem fjallar um lögregluofbeldi á Íslandi og veitir þolendum þess vettvang til að koma sögum sínum á framfæri á Twitter undir myllumerkinu #logogregla. „Sem þolandi lögregluofbeldis fagna ég þessum hóp og þessari umræðu, en það er mjög lítið talað um þetta á Íslandi og oft reynt að þagga niður eða gera lítið úr því þegar fólk segir frá,“ segir Elínborg.
Hinsegin Lögreglumál Gleðigangan Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira