„Við erum með þingmeirihluta sem treystir ekki þjóðinni“ Fanndís Birna Logadóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 21. mars 2022 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er einn flutningsmaður tillögunnar en hún segir nauðsynlegt að þjóðin segi Alþingi frekar til. Vísir Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa lagt fram tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Formaður Viðreisnar segir mikilvæga hagsmuni í húfi en þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vilja Alþingis til aðildarumsóknar liggja fyrir. Formaður Viðreisnar segir það miður að þingmeirihluti treysti ekki þjóðinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og einn flutningsmaður tillögunnar, segir að umræðan í kringum aðild Íslands að ESB hafi verið viðvarandi í gegnum tíðina og bendir á að það hafi verið eitt af hennar fyrstu þingmálum. Hún segir þó heimsmyndina breytta og því þurfi að taka málið upp á ný. „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi, efnahagslegir og varnalega, en fyrst og síðast viljum við verja þá hagsmuni með því að standa vörð um þau gildi sem við trúum á, lýðræði, frelsi og mannréttindi,“ sagði Þorgerður í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það sem er best fyrir okkur að gera er að láta hagsmunarmat fara fram og treysta þjóðinni til að leiðbeina okkur um næstu skref,“ sagði hún enn fremur og bætti við að þjóðin þyrfti nú að segja þeim til í auknum mæli en áður. Vendingar í öryggis- og varnamálum breyti engu Samkvæmt könnun Gallup sem var birt fyrr í mánuðinum er tæpur helmingur landsmanna hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu en þriðjungur mótfallinn. Fleiri eru hlynntir aðild nú en síðast þegar spurt var fyrir átta árum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sömuleiðis til tals í kvöldfréttum en hún er á öndverðum meiði. Hún sagði flutningsmenn tillögunnar vera fyrir sig að þeir séu að fylgja eftir vilja Alþingis en að það færi ekki á milli mála hver vilji Alþingis til aðildarumsóknar að ESB væri. „Vendingar í öryggis- og varnamálum breytir bara engu þar um, við erum með varnarsamning við Bandaríkin og við erum aðilar að NATO sem er sterkasta varnabandalag í heimi og Evrópusambandið er með undir 20 prósent af getu NATO,“ sagði Diljá og vísaði þar til skoðunarkönnunar Gallup. Hún sagðist þó opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins, þó að hún virtist ekki hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „Þá getum við meðal annars rætt af hverju við ættum að ganga í sambandið, á hverju aðildarviðræðurnar strönduðu, sem var að sjálfsögðu af því að við vildum ekki afsala okkur auðlindinni,“ sagði Diljá og bætti við að hún hlakkaði til þess að taka umræðuna. Þorgerður var ekki par sátt með þessi ummæli Diljár. „Við erum alla með það á hreinu að við erum með þingmeirihluta sem að treystir ekki þjóðinni og mér finnst það miður,“ sagði Þorgerður. Samkvæmt tillögunni á þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram fyrir árslok. Fari atkvæðagreiðslan fram munu landsmenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort Ísland eigi að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gerður verði aðildarsamningur sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og einn flutningsmaður tillögunnar, segir að umræðan í kringum aðild Íslands að ESB hafi verið viðvarandi í gegnum tíðina og bendir á að það hafi verið eitt af hennar fyrstu þingmálum. Hún segir þó heimsmyndina breytta og því þurfi að taka málið upp á ný. „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi, efnahagslegir og varnalega, en fyrst og síðast viljum við verja þá hagsmuni með því að standa vörð um þau gildi sem við trúum á, lýðræði, frelsi og mannréttindi,“ sagði Þorgerður í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það sem er best fyrir okkur að gera er að láta hagsmunarmat fara fram og treysta þjóðinni til að leiðbeina okkur um næstu skref,“ sagði hún enn fremur og bætti við að þjóðin þyrfti nú að segja þeim til í auknum mæli en áður. Vendingar í öryggis- og varnamálum breyti engu Samkvæmt könnun Gallup sem var birt fyrr í mánuðinum er tæpur helmingur landsmanna hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu en þriðjungur mótfallinn. Fleiri eru hlynntir aðild nú en síðast þegar spurt var fyrir átta árum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sömuleiðis til tals í kvöldfréttum en hún er á öndverðum meiði. Hún sagði flutningsmenn tillögunnar vera fyrir sig að þeir séu að fylgja eftir vilja Alþingis en að það færi ekki á milli mála hver vilji Alþingis til aðildarumsóknar að ESB væri. „Vendingar í öryggis- og varnamálum breytir bara engu þar um, við erum með varnarsamning við Bandaríkin og við erum aðilar að NATO sem er sterkasta varnabandalag í heimi og Evrópusambandið er með undir 20 prósent af getu NATO,“ sagði Diljá og vísaði þar til skoðunarkönnunar Gallup. Hún sagðist þó opin fyrir því að taka umræðuna innan þingsins, þó að hún virtist ekki hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „Þá getum við meðal annars rætt af hverju við ættum að ganga í sambandið, á hverju aðildarviðræðurnar strönduðu, sem var að sjálfsögðu af því að við vildum ekki afsala okkur auðlindinni,“ sagði Diljá og bætti við að hún hlakkaði til þess að taka umræðuna. Þorgerður var ekki par sátt með þessi ummæli Diljár. „Við erum alla með það á hreinu að við erum með þingmeirihluta sem að treystir ekki þjóðinni og mér finnst það miður,“ sagði Þorgerður. Samkvæmt tillögunni á þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram fyrir árslok. Fari atkvæðagreiðslan fram munu landsmenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort Ísland eigi að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gerður verði aðildarsamningur sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35
Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32
Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10. mars 2022 10:20