Hin tólf ára Sólveig Birta Hannesdóttir tók þátt í áheyrnarprufum í þáttunum The Voice Kids á föstudaginn. Hún tók lagið California Dreamin' sem hljómsveitin The mamas & The Papas gerðu frægt á sínum tíma.
Óhætt er að segja að flutningur Sólveigar hafi slegið í gegn en allir dómarar þáttanna snéru sér við sem þýðir að þeir vilji allir vinna með Íslendingnum. Í lok flutningsins stóðu dómararnir og salurinn upp og við tók þétt lófaklapp.
Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki.
Hér að neðan má hlusta á flutning Sólveigar Birtu sem verður þrettán ára á fimmtudaginn.