Sameining háskólasamfélagsins Auður Eir Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 14:00 Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika. Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, starfsemi sviðsins hefur þó síðan þá verið í húsnæði gamla Kennaraháskólans í Stakkahlíð og hafa nemendur sviðsins því ekki alltaf upplifað sig sem hluta af sömu heild og nemendur annarra sviða. Þessi staðsetning hefur einnig gert það að verkum að hópur nemenda þarf að sækja kennslustundir annars vegar í Stakkahlíð og hinsvegar í Vatnsmýrinni með allt niður í tíu mínútna millibili sem gerir það nánast ómögulegt að sinna náminu án þess að vera á bíl. Slíkt samræmist engan veginn 21. aldar hugmyndum um umhverfisvænar samgöngur og skipulag háskóla. Á Menntavísindasviði fer jafnframt fram kennsla og rannsóknir þvert á fræðigreinar og með flutningi sviðsins opnast nýir möguleikar fyrir samstarf þvert á svið. Þá mun Röskva einnig beita sér fyrir bættu aðgengi í nýju húsnæði menntavísindasviðs þar sem slíkt var ábótavant í húsnæði gamla Kennaraháskólans. Einnig má nefna að bygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð er orðin lúin og hafa nemendur hafa kvartað undan myglu og lélegs skipulags húsnæðisins. Núverandi staðsetning húsnæðis menntavísindasviðs er ekki ákjósanleg og eiga nemendur á sviðinu þess síður kost á að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi háskólans. Það er þeim sem dæmi ekki eins auðvelt að kíkja á kjallarann í kaffi eða bjór eftir langan skóladag. Sama gildir um ýmsa viðburði sem Háskólinn tekur að sér, eins og tónleika eða aðra menningarlega viðburði. Nemendur hafa ekki eins greiðan aðgang að háskólaræktinni, kórnum eða helstu þjónustu sem þau þurfa á að halda sem stúdentar þar sem slíkt er staðsett í Vatsmýrinni. Þetta er þó ekki aðeins missir fyrir nemendur á Menntavísindasviði heldur í raun missir fyrir alla nemendur þar sem þetta minnkar líkur á að kynnast þeim fjölbreyttu hópum sem koma af öllum sviðum. Því er það ekki aðeins stór sigur fyrir Menntavísindasvið að færa sig nær Háskólatorgi heldur stór sigur fyrir Háskóla Íslands sem heild. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á menntavísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar