Segir sjaldgæft að rafræn skilríki séu misnotuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 18:15 Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir svik með rafræn skilríki afar fátíð. Bylgjan Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik. Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni. Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni.
Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira