Helga Guðmundsdóttir er látin 104 ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2022 16:09 Helga Guðmundsdóttir var heiðursborgari Bolungarvíkur. Ágúst Atlason Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur. Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs.
Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38