Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 21:00 Iðunn segist hafa heyrt fjölmörg dæmi af áreiti mannsins undanfarna daga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. Iðunn Andrésdóttir, háskólanemi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur, er meðal þeirra sem hafa tilkynnt manninn en hún lýsir því hvernig maðurinn keyrði á fleygiferð upp að henni við innkeyrsluna heima hjá henni síðastliðið fimmtudagskvöld og viðhafði ógnandi tilburði. „Hann keyrir næstum því á mig, leggur bílnum á hlið, opnar rennihurðina að aftan og æpir á mig. Um leið og hann keyrir næstum á mig þá forða ég mér þannig að hann náði ekkert að grípa í mig eða neitt þannig,“ segir Iðunn. Hún lýsir því að hún hafi verið skelkuð vegna þessa, ekki síst þar sem það var dimmt og hún gat ekki séð hvort einhver væri í baksætinu. „Ég var sem betur fer ný búin að kveðja vini mína þannig að ég bara hringdi í þá og þau hlupu til mín og fylgdu mér upp að dyrum.“ Síðastliðinn laugardag sá hún síðan manninn aftur en hann hafði þá stöðvað fyrir framan skemmtistað þar sem Iðunn var í röð ásamt vinum sínum og reynt að tala við hana. Daginn eftir var henni bent á umræðu um bílinn á samfélagsmiðlum. Athygli var vakin á manninum í fjölmennum hóp kvenna á Facebook. „Eftir þetta þá hringdi ég í lögregluna,“ segir Iðunn en hún náði mynd af bílnum þegar hann var að keyra í burtu á laugardeginum og hefur sent lögreglunni þá mynd. Hún segist ekki hafa heyrt af umræddum bíl eða manninum áður en hún lenti í honum sjálf en hún hefur fengið fjölmörg skilaboð í kjölfarið frá öðrum sem hafa lent í sambærilegu atviki og heyrt dæmi um að maðurinn hafi jafnvel elt konu inn í verslun og reynt að hrifsa aðra inn í bíl. Gagnrýnir viðbrögð lögreglu Þegar fréttastofa leitaði til lögreglu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag sagðist lögregla kannast við umræddan einstakling og taldi að um skutlara væri að ræða sem væri að skutla ölvuðu fólki af djamminu. Í samtali við fréttastofu í dag staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að nokkrar tilkynningar hafi borist lögreglu um manninn. „Við höfum fengið einhverjar tilkynningar og við munum skoða þetta um helgina ef að tilefni er til, það hefur svo sem ekki komið neitt sérstakt út úr þessu,“ segir Jóhann en hann vísar til þess að engar tilkynningar hafi borist um meint brot af hálfu mannsins. Hann vísar aftur til þess að maðurinn sé mögulega að skutla fólki og segir lögreglu lítið geta gert í málinu meðan maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög. „Ef að það kemur eitthvað inn sem gefur okkur tilefni til að athafnast, þá gerum við það náttúrulega,“ segir Jóhann Karl. Iðunn gagnrýnir ummæli lögreglu harðlega og segir af og frá að maðurinn sé aðeins að skutla fólki í bænum. „Það er ekki eins og hann sé inni á skutlara hópnum á Facebook að bjóða upp á þjónustu, hann er bara að stoppa og reyna að lokka fólk inn í bíl,“ segir Iðunn. Hún segist óttast hvað maðurinn tekur upp á næst, miðað við því hvernig hegðun hans er lýst á samfélagsmiðlum og vill að lögreglan bregðist við. „Kannski er hann ekki búinn að gera neitt mjög alvarlegt enn þá en mér líður bara eins og hann sé að ógna fólki að gamni sínu og hann er augljóslega mjög veikur einstaklingur,“ segir Iðunn. Þá segir hún fáránlegt að lögregla þurfi að bíða eftir að maðurinn geri eitthvað til að eitthvað sé gert. „Þetta snýst bara um öryggi kvenna.“ Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Iðunn Andrésdóttir, háskólanemi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur, er meðal þeirra sem hafa tilkynnt manninn en hún lýsir því hvernig maðurinn keyrði á fleygiferð upp að henni við innkeyrsluna heima hjá henni síðastliðið fimmtudagskvöld og viðhafði ógnandi tilburði. „Hann keyrir næstum því á mig, leggur bílnum á hlið, opnar rennihurðina að aftan og æpir á mig. Um leið og hann keyrir næstum á mig þá forða ég mér þannig að hann náði ekkert að grípa í mig eða neitt þannig,“ segir Iðunn. Hún lýsir því að hún hafi verið skelkuð vegna þessa, ekki síst þar sem það var dimmt og hún gat ekki séð hvort einhver væri í baksætinu. „Ég var sem betur fer ný búin að kveðja vini mína þannig að ég bara hringdi í þá og þau hlupu til mín og fylgdu mér upp að dyrum.“ Síðastliðinn laugardag sá hún síðan manninn aftur en hann hafði þá stöðvað fyrir framan skemmtistað þar sem Iðunn var í röð ásamt vinum sínum og reynt að tala við hana. Daginn eftir var henni bent á umræðu um bílinn á samfélagsmiðlum. Athygli var vakin á manninum í fjölmennum hóp kvenna á Facebook. „Eftir þetta þá hringdi ég í lögregluna,“ segir Iðunn en hún náði mynd af bílnum þegar hann var að keyra í burtu á laugardeginum og hefur sent lögreglunni þá mynd. Hún segist ekki hafa heyrt af umræddum bíl eða manninum áður en hún lenti í honum sjálf en hún hefur fengið fjölmörg skilaboð í kjölfarið frá öðrum sem hafa lent í sambærilegu atviki og heyrt dæmi um að maðurinn hafi jafnvel elt konu inn í verslun og reynt að hrifsa aðra inn í bíl. Gagnrýnir viðbrögð lögreglu Þegar fréttastofa leitaði til lögreglu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag sagðist lögregla kannast við umræddan einstakling og taldi að um skutlara væri að ræða sem væri að skutla ölvuðu fólki af djamminu. Í samtali við fréttastofu í dag staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að nokkrar tilkynningar hafi borist lögreglu um manninn. „Við höfum fengið einhverjar tilkynningar og við munum skoða þetta um helgina ef að tilefni er til, það hefur svo sem ekki komið neitt sérstakt út úr þessu,“ segir Jóhann en hann vísar til þess að engar tilkynningar hafi borist um meint brot af hálfu mannsins. Hann vísar aftur til þess að maðurinn sé mögulega að skutla fólki og segir lögreglu lítið geta gert í málinu meðan maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög. „Ef að það kemur eitthvað inn sem gefur okkur tilefni til að athafnast, þá gerum við það náttúrulega,“ segir Jóhann Karl. Iðunn gagnrýnir ummæli lögreglu harðlega og segir af og frá að maðurinn sé aðeins að skutla fólki í bænum. „Það er ekki eins og hann sé inni á skutlara hópnum á Facebook að bjóða upp á þjónustu, hann er bara að stoppa og reyna að lokka fólk inn í bíl,“ segir Iðunn. Hún segist óttast hvað maðurinn tekur upp á næst, miðað við því hvernig hegðun hans er lýst á samfélagsmiðlum og vill að lögreglan bregðist við. „Kannski er hann ekki búinn að gera neitt mjög alvarlegt enn þá en mér líður bara eins og hann sé að ógna fólki að gamni sínu og hann er augljóslega mjög veikur einstaklingur,“ segir Iðunn. Þá segir hún fáránlegt að lögregla þurfi að bíða eftir að maðurinn geri eitthvað til að eitthvað sé gert. „Þetta snýst bara um öryggi kvenna.“
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent