Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 10:00 Mikið álag á EM hafði talsverð áhrif á Sigvalda Guðjónsson. getty/Sanjin Strukic Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. „Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum. Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira