Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 57-83 | Bikarmeistararnir á leið í úrslit eftir að hafa kafsiglt Njarðvíkinga Árni Jóhannsson skrifar 17. mars 2022 23:00 Haukar eru á leið í bikarúrslit. Vísir/Bára Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. Haukar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik VÍS bikarsins fyrr í kvöld þegar þær unnu Njarðvík 57-83. Þrátt fyrir að lokatölurnar liti ekki vel út fyrir Njarðvíkinga þá var leikurinn í mjög miklu jafnvægi lengst af en Haukar áttu góðan sprett í lok fyrri hálfleiks og í fjórða leikhluta til að vinna þennan leik með þetta miklum mun. Leikurinn byrjaði kröftuglega en bæði lið nýttu fyrstu tvær sóknir sínar en eftir það koma varnaráhersla liðanna bersýnilega í ljós. Liðin spiluðu vörnina af ákafa og þurfti mjög góðar sóknir til að opna dyrnar og finna körfuna. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan jöfn 14-14 en Haukar áttu mjög góða lokamínútu til að koma sér í fjögurra stiga forskot þegar leikhlutanum lauk. Staðan 17-21 og varnarleikurinn aðalatriðið. Annar leikhlutir hafði sömu sögu að segja. Liðin skiptust því að skora eða eiga góðan varnarleik og hvorugt lið komst á sprett til að slíta sig frá hinu. Aftur var staðan jöfn þegar lítið var eftir af leikhluta en staðan var 34-34 þegar um 90 sek voru eftir til hálfleiks. Þá kviknaði á Helenu Sverris. sem þá var einungis komin með eitt stig. Hún setti fótinn á bensíngjöfina og var allt í einu búin að skora átta stig í röð og koma sínum konum átta stigum yfir. Ekki var nóg með það því Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sína lokasókn og Tinna Guðrún Alexandersdóttir náði að henda boltanum í loftið áður en flautan gall og í netinu small boltinn með viðkomu í spjaldinu. Staðan var því 34-45 fyrir Hauka og hefur væntanlega farið um margan Njarðvíkinginn. Njarðvíkurkonur þurftu að eiga áhlaup í seinni hálfleik til að draga Haukana nær sér. Jafnvægið sem hafði einkennt leikinn sneri aftur í þriðja leikhluta en sóknarleikurinn leið fyrir það að áherslan var á varnarleikinn. Liðin í raun skiptust á því að missa boltann, vinna boltann og koma í veg fyrir að andstæðingurinn skoraði. Það gerði það að verkum að þriðji leikhlutinn endaði 13-13 og staða liðanna því óbreytt fyrir lokafjórðunginn. Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á áhlaupi að halda en það voru Haukakonur sem fóru á rosalegan sprett. Vörn Haukanna var harðlæst lengi vel í fjórða leikhluta og þegar tækifærin komu þá vildi boltinn hreinlega ekki fara ofan í hjá Njarðvíkingum. Haukum gekk heldur betur í sóknarleik sínum og fór Lovísa Björt Henningsdóttir á kostum og leiddi sitt lið til sigurs. Þegar vandræðin hófust hjá Njarðvíkingum fjaraði sjálfstraust þeirra út og þegar Haukar voru komnar í 21 stiga forskot þá virtist allt loft úr Njarðvíkingum. Fljótlega var munurinn orðinn 30 stig og minni spámenn fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína en sigur Hauka var orðinn öruggur. Lokatölur 57-83 og Haukar leika til úrslita við Breiðablik á laugardagskvöld í Smáranum. Afhverju unnu Haukar? Þær náðu að fylgja góðum varnarleik sínum með fínum sóknarleik þegar á hólminn var komið. Þær náðu í áhlaupin sem skipta svo miklu máli í körfubolta og þegar sjálfstraustið var horfið hjá Njarðvíkingum þá var eftirleikurinn auðveldur fyrir Hauka. Bæði lið hafa breidd í sínum hópum en það voru fleiri leikmenn Hauka sem stóðust prófið í fjórða leikhluta á báðum hlutum vallarins. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Njarðvíkingum að finna körfur á löngum köflum og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. Í honum skoruðu þær tíu stig og 23 stig í heild í seinni hálfleik. Þá var skotnýting þeirra skelfileg í sannleika sagt en þær hittu einungis úr 22 skotum af 73 tilraunum sem gera 30% skotnýting. Haukar aftur á móti voru með 45% skotnýtingu sem getur talist eðlileg skotnýting. Tölfræði sem vakti athygli? Haukar stálu níu boltum á móti fjórum hjá Njarðvíkingum sem sýnir hversu góða vörn þær spiluðu. Haukar skoruðu 12 stig úr hraðaupphlaupum á móti einu slíku frá Njarðvík en slík stig draga þróttinn úr liðum og það getur skipt máli. Hvað næst? Njarðvíkingar fá pásu en Haukar þurfa að gíra sig upp í að spila bikarúrslitaleik á laugardaginn við Breiðablik. Haukar eru sigurstranglegri en eins og alltaf í íþróttum þá þarf að spila leikinn til að skera úr um sigurvegara og þetta verður spennandi. Rúnar Ingi: Ég er stoltur af mínu liði Þjálfari Njarðvíkur var stoltur af sínu liði.Vísir/Bára „Þetta eru tveir kaflar í leiknum sem skera úr um þennan leik“, sagði þjálfar Njarðvíkinga Rúnar Ingi Erlingsson eftir að hafa séð sínar konur tapa með stórum mun fyrir Haukum í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Leikurinn hafði verið í járnum þangað til ca. 90 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og við gefum þeim skot í hraðaupphlaupum sem við vitum að þær eru góðar í. Við ætluðum að taka það frá þeim en þetta var pínu einbeitngarleysi. Þriðji leikhlutinn var svo eins og fyrri hálfleikur. Það var bara jafnt og það hélst þessi 12 niður í átta stiga munur og við erum alveg í jafnvægi og það var kannski bara spurning um hvaða lið ætlaði að taka þetta áhlaup sem þurfti í seinni hálfleik.“ „Þú ert kominn hérna og ert með stóra drauma um að vinna bikar á laugardaginn og þessi skot fara að detta hjá Haukum. Þegar þú ert svo komin 20 stigum undir þá finnur þú að þetta er að renna þér úr greipum og því fer þetta svona. Ég er stoltur af mínu liði, við vorum að berjast og þetta eru þessi smá atriði. Við þurfum að þroskast hratt. Ég þarf fleiri leikmenn sem geta búið sér til körfur og hafa hugrekki til þess. Svo koma hjá okkur lítil einbeitingarleysi sem búa til forskot. Við erum að fara að spila við svona góð lið í úrslitakeppninni og þá er það bara þannig að þú þarft að halda einbeitingu í 40 mínútur til þess að missa ekki liðin fram úr þér.“ Rúnar var þá spurður út í hver lærdómurinn væri úr þessum leik fyrir úrslitakeppnina sem nálgast óðfluga. „Það voru allar að berjast og verjast vel. Við vorum að ná stoppum en náðum ekki að nýta það á hinum endanum og við þurfum að muna það sem við erum að æfa á hverjum degi eins og að grípa og skjóta. Við erum að ná að búa til þessi tækifæri en erum allt of mikið að feika og dræva og maðurinn var ekki kominn þannig að eftir eitt drippl var allt orðið stopp og það nær eiginlega að stoppa algjörlega taktinn í sóknarleiknum. Þetta er eitthvað sem við erum búin að tala um og töluðum um fyrir leikinn í dag að allir okkar bestu leikir eru þegar það er ekki hik á okkur og þá höfum við verið að vinna Hauka eða vinna Fjölni og Val en um leið og við hikum og leitum að einhverjum öðrum til að búa til fyrir okkur þá er þetta fljótt að verða einhæft og góð lið stoppa það.“ Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Njarðvík Haukar
Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. Haukar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik VÍS bikarsins fyrr í kvöld þegar þær unnu Njarðvík 57-83. Þrátt fyrir að lokatölurnar liti ekki vel út fyrir Njarðvíkinga þá var leikurinn í mjög miklu jafnvægi lengst af en Haukar áttu góðan sprett í lok fyrri hálfleiks og í fjórða leikhluta til að vinna þennan leik með þetta miklum mun. Leikurinn byrjaði kröftuglega en bæði lið nýttu fyrstu tvær sóknir sínar en eftir það koma varnaráhersla liðanna bersýnilega í ljós. Liðin spiluðu vörnina af ákafa og þurfti mjög góðar sóknir til að opna dyrnar og finna körfuna. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan jöfn 14-14 en Haukar áttu mjög góða lokamínútu til að koma sér í fjögurra stiga forskot þegar leikhlutanum lauk. Staðan 17-21 og varnarleikurinn aðalatriðið. Annar leikhlutir hafði sömu sögu að segja. Liðin skiptust því að skora eða eiga góðan varnarleik og hvorugt lið komst á sprett til að slíta sig frá hinu. Aftur var staðan jöfn þegar lítið var eftir af leikhluta en staðan var 34-34 þegar um 90 sek voru eftir til hálfleiks. Þá kviknaði á Helenu Sverris. sem þá var einungis komin með eitt stig. Hún setti fótinn á bensíngjöfina og var allt í einu búin að skora átta stig í röð og koma sínum konum átta stigum yfir. Ekki var nóg með það því Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sína lokasókn og Tinna Guðrún Alexandersdóttir náði að henda boltanum í loftið áður en flautan gall og í netinu small boltinn með viðkomu í spjaldinu. Staðan var því 34-45 fyrir Hauka og hefur væntanlega farið um margan Njarðvíkinginn. Njarðvíkurkonur þurftu að eiga áhlaup í seinni hálfleik til að draga Haukana nær sér. Jafnvægið sem hafði einkennt leikinn sneri aftur í þriðja leikhluta en sóknarleikurinn leið fyrir það að áherslan var á varnarleikinn. Liðin í raun skiptust á því að missa boltann, vinna boltann og koma í veg fyrir að andstæðingurinn skoraði. Það gerði það að verkum að þriðji leikhlutinn endaði 13-13 og staða liðanna því óbreytt fyrir lokafjórðunginn. Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á áhlaupi að halda en það voru Haukakonur sem fóru á rosalegan sprett. Vörn Haukanna var harðlæst lengi vel í fjórða leikhluta og þegar tækifærin komu þá vildi boltinn hreinlega ekki fara ofan í hjá Njarðvíkingum. Haukum gekk heldur betur í sóknarleik sínum og fór Lovísa Björt Henningsdóttir á kostum og leiddi sitt lið til sigurs. Þegar vandræðin hófust hjá Njarðvíkingum fjaraði sjálfstraust þeirra út og þegar Haukar voru komnar í 21 stiga forskot þá virtist allt loft úr Njarðvíkingum. Fljótlega var munurinn orðinn 30 stig og minni spámenn fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína en sigur Hauka var orðinn öruggur. Lokatölur 57-83 og Haukar leika til úrslita við Breiðablik á laugardagskvöld í Smáranum. Afhverju unnu Haukar? Þær náðu að fylgja góðum varnarleik sínum með fínum sóknarleik þegar á hólminn var komið. Þær náðu í áhlaupin sem skipta svo miklu máli í körfubolta og þegar sjálfstraustið var horfið hjá Njarðvíkingum þá var eftirleikurinn auðveldur fyrir Hauka. Bæði lið hafa breidd í sínum hópum en það voru fleiri leikmenn Hauka sem stóðust prófið í fjórða leikhluta á báðum hlutum vallarins. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Njarðvíkingum að finna körfur á löngum köflum og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. Í honum skoruðu þær tíu stig og 23 stig í heild í seinni hálfleik. Þá var skotnýting þeirra skelfileg í sannleika sagt en þær hittu einungis úr 22 skotum af 73 tilraunum sem gera 30% skotnýting. Haukar aftur á móti voru með 45% skotnýtingu sem getur talist eðlileg skotnýting. Tölfræði sem vakti athygli? Haukar stálu níu boltum á móti fjórum hjá Njarðvíkingum sem sýnir hversu góða vörn þær spiluðu. Haukar skoruðu 12 stig úr hraðaupphlaupum á móti einu slíku frá Njarðvík en slík stig draga þróttinn úr liðum og það getur skipt máli. Hvað næst? Njarðvíkingar fá pásu en Haukar þurfa að gíra sig upp í að spila bikarúrslitaleik á laugardaginn við Breiðablik. Haukar eru sigurstranglegri en eins og alltaf í íþróttum þá þarf að spila leikinn til að skera úr um sigurvegara og þetta verður spennandi. Rúnar Ingi: Ég er stoltur af mínu liði Þjálfari Njarðvíkur var stoltur af sínu liði.Vísir/Bára „Þetta eru tveir kaflar í leiknum sem skera úr um þennan leik“, sagði þjálfar Njarðvíkinga Rúnar Ingi Erlingsson eftir að hafa séð sínar konur tapa með stórum mun fyrir Haukum í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Leikurinn hafði verið í járnum þangað til ca. 90 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og við gefum þeim skot í hraðaupphlaupum sem við vitum að þær eru góðar í. Við ætluðum að taka það frá þeim en þetta var pínu einbeitngarleysi. Þriðji leikhlutinn var svo eins og fyrri hálfleikur. Það var bara jafnt og það hélst þessi 12 niður í átta stiga munur og við erum alveg í jafnvægi og það var kannski bara spurning um hvaða lið ætlaði að taka þetta áhlaup sem þurfti í seinni hálfleik.“ „Þú ert kominn hérna og ert með stóra drauma um að vinna bikar á laugardaginn og þessi skot fara að detta hjá Haukum. Þegar þú ert svo komin 20 stigum undir þá finnur þú að þetta er að renna þér úr greipum og því fer þetta svona. Ég er stoltur af mínu liði, við vorum að berjast og þetta eru þessi smá atriði. Við þurfum að þroskast hratt. Ég þarf fleiri leikmenn sem geta búið sér til körfur og hafa hugrekki til þess. Svo koma hjá okkur lítil einbeitingarleysi sem búa til forskot. Við erum að fara að spila við svona góð lið í úrslitakeppninni og þá er það bara þannig að þú þarft að halda einbeitingu í 40 mínútur til þess að missa ekki liðin fram úr þér.“ Rúnar var þá spurður út í hver lærdómurinn væri úr þessum leik fyrir úrslitakeppnina sem nálgast óðfluga. „Það voru allar að berjast og verjast vel. Við vorum að ná stoppum en náðum ekki að nýta það á hinum endanum og við þurfum að muna það sem við erum að æfa á hverjum degi eins og að grípa og skjóta. Við erum að ná að búa til þessi tækifæri en erum allt of mikið að feika og dræva og maðurinn var ekki kominn þannig að eftir eitt drippl var allt orðið stopp og það nær eiginlega að stoppa algjörlega taktinn í sóknarleiknum. Þetta er eitthvað sem við erum búin að tala um og töluðum um fyrir leikinn í dag að allir okkar bestu leikir eru þegar það er ekki hik á okkur og þá höfum við verið að vinna Hauka eða vinna Fjölni og Val en um leið og við hikum og leitum að einhverjum öðrum til að búa til fyrir okkur þá er þetta fljótt að verða einhæft og góð lið stoppa það.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti