Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 12:00 Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd hafa sýnt sitt rétta eðli með ofsóknum gegn Rússum sem búa á Vesturlöndum. Mikhail Svetlov/Getty Images Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52
Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31