Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 21:56 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“ Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“
Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira