Getur þú glatt barn með hjóli? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. mars 2022 09:30 Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar