Í tilkynningu segir að Kristín Unnur komi til félagsins eftir fimm ár hjá JP Morgan í Lundúnum og Einar Snær frá viðskiptavakt Landsbankans þar sem hann hafi starfað frá því hann lauk námi 2020.
„Einar er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samhliða námi kenndi hann dæmatíma í verðmati fyrirtækja.
Kristín Unnur er með margra ára starfsreynslu af alþjóðafjármálamörkuðum. Áður en hún gekk til liðs við Fossa starfaði Kristín Unnur frá 2017 til 2022 sem Associate við Emerging Markets Hedge Fund Sales hjá JP Morgan í Lundúnum. Hún er með B.Sc. gráðu í Business Management frá King’s College London og hefur viðurkennd starfsréttindi frá FCA í Bretlandi,“ segir í tilkynningunni.