Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. mars 2022 10:04 Þorsteinn V. Einarsson Vísir/Vilhelm Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um þetta verkefni Átakinu er ætlað að hvetja karla, sérstaklega pabba og afa, til að leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær, tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og samstarfsfélaga. Þá eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverskonar áföllum eða eru að glíma við vanlíðan hvattir til að segja einhverjum frá því og mögulega leita sér faglegrar aðstoðar. Skömm, reiði, áföll og sjálfsvíghugsanir „Karlar upplifa allskonar tilfinningar og sumar eru erfiðari en aðrar. Hluti átaksins er fræðsla í hlaðvarpsformi um tilfinningar sem geta valdið drengjum og körlum og samferðafólki skaða.“ Fjórir hlaðvarpsþættir eru aðgengilegir á karlmennskan.is og helstu hlaðvarpsveitum um skömm, áföll, reiði og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í þáttunum fjalla sálfræðingar um að tilfinningar séu aldrei hættulegar heldur séu það hegðunin og túlkun okkar á aðstæðum sem geta gert okkur erfitt fyrir. Þá er sérstaklega slæmt ef drengjum er innrætt að hunsa eigin tilfinningar og fá ekki að læra á þær, finna og tjá við þau sem þeir treysta. Slík innræting getur fylgt körlum ævina á enda sem kann að skerða lífsgæði þeirra sjálfra. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Fræðsluefni í teiknuðum hreyfimyndum „Hluti átaksins eru teiknaðar skýringamyndir sem fjalla um mikilvægi tilfinningalæsis, að við leyfum okkur og strákum að upplifa tilfinningar og sérstaklega að setja þær í orð. Þrjár teiknimyndir eru aðgengilegar á karlmennskan.is sem fjalla um skömm, þunglyndi og vanlíðan og þriðja fjallar um karlmennskugrímuna svokölluðu. Hvernig strákar og karlar fela vanlíðan eða áföll og forðast að tala um þau við vini,“ útskýrir Þorsteinn. Næstu daga munu birtast fræðslupóstar á samfélagsmiðlinum Karlmennskan sem snúa að tilfinningum drengja og karla. Átakið er hannað af sálfræðingnum Huldu Tölgyes auk Þorsteins V. Einarssonar ábyrgðarmanns Karlmennskunnar. Allar upplýsingar má finna á karlmennskan.is og facebook- og Instagramsíðunni Karlmennskan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira