Vann Players-mótið fyrir móður sína og systur sem hann hafði ekki séð í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 09:30 Cameron Smith fagnar með bikarinn sem hann fékk fyrir sigur á Players meistaramótinu. AP/Gerald Herbert Ástralinn Cameron Smith fagnaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi í gær en þetta var frábær vika fyrir þennan viðkunnanlega Ástrala. Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira